Skrifa undir sáttmála um samstarf gegn misnotkun og hatursorðræðu á netinu

FIA alþjóða samtök bifreiðaeigenda, FIA, og Alþjóða mótorhjólasambandið, FIM, undirrituðu um helgina sáttmála um samstarf í íþróttum sem hluti af alþjóðlegu bandalagi til að vinna gegn misnotkun og hatursorðræðu á netinu í íþróttum. Herferðin byggir á umfangsmikilli rannsóknaráætlun með sex alþjóðlegum styrkjum.

Samningurinn var undirritaður af Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA, og starfsbróður hans hjá FIM, Jorge Viegas, fyrir belgísku Formúlu 1 kappaksturinn sl. laugardag. Margir hagsmunaaðilar í íþróttum, þar á meðal íþróttamenn, sjálfboðaliðar, embættismenn, aðdáendur, íþróttastofnanir, netvettvangar, tæknifyrirtæki, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þessari alþjóðlegu bandalagi til að stöðva hatursorðræðu í íþróttum.

Samkvæmt sáttmálanum munu FIA og FIM leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hatursorðræðu á netinu í íþróttum sem er brýn áskorun fyrir samfélagið.

Áskorunin inniheldur eftirfarandi:

  • Halda uppi og stuðla að bestu starfsvenjum í tengslum við forvarnir, útbreiðslu og fjarlægingu hatursorðræðu á netinu í íþróttum í öllum sínum myndum.
  • Halda opnu samtali við hagsmunaaðila, þar á meðal íþróttamenn, sjálfboðaliða, embættismenn, aðdáendur, netkerfi, tæknifyrirtæki, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir í herferð okkar til að fjarlægja hatursorðræðu á netinu frá íþróttum.
  • Deila þekkingu og rannsóknum á hatursorðræðu á netinu í íþróttum til að hjálpa til við að uppræta skaðleg áhrif hennar.
  • Hlúa að samstarfsnálgun íþróttastofnana, netkerfa, tæknifyrirtækja, stjórnvalda og eftirlitsstofnana til að stuðla að gagnsæju íþróttaumhverfi sem hjálpar til við að vinna gegn áhrifum hatursorðræðu á netinu í íþróttum með jákvæðum hætti.

Sáttmálinn er meginstoð FIA herferðarinnar United Against Online Abuse – samstarfsverkefni landsstjórna, eftirlitsstofnana og annarra íþróttastofnana með það að markmiði að byggja upp alþjóðlegt samstarf innan vistkerfis íþrótta. FIA er í viðræðum við alþjóða olympíusambandið,IOC, og alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, auk fulltrúa frá stjórnum frjálsíþrótta, ruðnings, fjölda annarra íþrótta og friðar- og íþróttasamtakanna um samstarf á þessu vettvangi.

Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA sagði eftir undirritunina að markmið samningsins væri að byggja upp alþjóðlegt bandalag til að stöðva hatursorðræðu í íþróttum. Við erum þakklát fyrir stuðninginn frá Jorge Viegas og teymi hans þegar við gerum ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á netinu sem hefur skaðað allar íþróttir.

,,Saman verðum við að gera allt sem unnt er til að stuðla að gagnsæu, jákvæðu íþróttaumhverfi til að breyta viðhorfum og takast á við hatursorðræðu og netmisnotkun í íþróttum,“ sagði Jorge Viegas, forseti alþjóða mótorhjólasambandsins.