Smart#1 fékk hæstu einkunn í öryggisprófum Euro NCAP

 Smart#1, sem kemur úr hönnunarsmiðju Mercedes Benz, var kynntur til leiks fyrr á árinu og er áætlaður á götuna á meginlandi Evrópu í byrjun árs 2023. Nýlega fór bíllinn í gegnum öryggisprófanir fyrir Evrópumarkað af evrópsku öryggisstofnunarinnar, Euro NCAP, og hlaut fimm stjörnur hvað öryggi varðar.

Bíllinn hlaut háa einkunn í öllum helstu öryggisflokkum. Það sem kom kannski helst á óvart var að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærri kantinum fékk hann 96% öryggiseinkunn í verndun fullorðinna farþega. Bíllinn fékk 89% í öryggi barna innanborðs og akstursaðstoðarkerfin fá 88%.

Smart#1 er smíðaður úr sérstyrktu stáli sem myndar trausta umgjörð utan um ökumann og farþega. Bíllinn er búinn nýjustu akstursaðstoðartækni en eins hefur Smart innleitt framúrskarandi öryggisvörn fyrir akstursrafhlöðuna, sem m.a. felst í jöfnum hita í rafhlöðukjarna, hitaeinangrun og styrkingu.

Smart#1 er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og kínverska bílaframleiðandans Geely. Bíllinn er hannaður af Benz en framleiddur af Geely og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að verða leiðandi framleiðandi lúxusrafbíla. Búist er við að fyrstu bílarnir komi til Íslands í lok næsta sumars.

Mynd: Bíllinn var sýndur hér á landi í júní sl. sumar.