Sólarorkubíll vekur athygli

Fyrirtækið, Squad Mobility, hefur þróað á bíl sem gengur fyrir sólarorku. Tveir fyrrum starfsmenn Lightyear koma að hönnun bílsins. Bíllinn verður á mjög viðráðanlegu verði en hann mun sérstaklega henta vel til aksturs inni borgum og á styttri leiðum. Einn stærsti kostur bílsins er að hann mengar ekkert og því eins umhverfisvænn og hægt er.

Bíllinn er tveggja sæta og hámarkshraði er um 45 km/klst. Framleiðendur hafa áform um að framleiða bíl sem nær 80 km/klst. ef næg eftirspurn verður eftir slíkri gerð. Bíllinn sem nú fer á markað á að kosta um 5.750 evrur eða um 900 þúsund íslenskar krónur sem er frekar lágt verð miðað við önnur léttknúin faratæki.

Bíllinn er hurðarlaus en hægt verður að koma fyrir nokkurs  hlíf á hliðarnar ef þess er óskað. Nægt rými er fyrir ökumann og farþega. Í löndum þar sem sólar nýtur mest getur sólarokubíllinn hlaðið sig allt upp í 9000 km á ári.

Bíllinn hefur vakið athygli og gera framleiðendurnir séu vonir um að hann eigi eftir að nýtast vel í borgarakstri. Í honum er pláss fyrir ökumann og einn farþega, með möguleika á plássi fyrir tvö börn aftur í. Bíllinn er að auki búinn veltigrind, bílbeltum og stöðugleika sem jafnast á við fjórhjóladrif. Bílarnir eru því mun öruggari heldur en rafknúnir "hjólabílar" sem eru í raun bara rafhjól með plasthlíf yfir.