Thomas Møller Thomsen forseti FIA Region 1

Daninn Thomas Møller Thomsen var kjörinn forseti FIA Region 1, sem snýr að Evrópu, mið austurlöndum og Afríku, á þingi samtakanna sem haldið var í París á dögunum. Møller Thomas tekur við embættinu af Belganum Thierry Willermarck sem gengt hafði formennsku í fjögur ár.

Willermarck var á þinginu í París sérstaklega þakkað fyrir góð störf í sinni formannstíð hjá samtökunum. Formaður FIA, heimssamtaka bifreiðaeigenda, er hins vegar Frakkinn Jean Todt

Willermarck  var á þinginu í París sérstaklega þakkað fyrir góð störf í sinni formannstíð hjá samtökunum.

Thomas Møller Thomsen, sem er lögfræðingur að mennt, hafði verið formaður Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, síðan 2003 og samhliða því verið framkvæmdastjóri Háskólasjúkrahússins í Kaupmannahöfn.

Thomas Møller segist hlakka mikið til nýja starfsins enda fram undan mörg spennandi verkefni sem gaman verði að takast á við. Hann sagðist ennfremur þakka fyrir það mikla traust sem honum væri sýnt.

,,Það er mér mikill heiður að gegna þessu embætti. Ég mun gera mitt besta í því mikilvæga starfi sem FIA vinnur um allan heim. Það verður gaman og spennandi að vinna með því góða fólki sem vinnur á skrifstofu samtakanna,“ segir Thomas Møller Thomsen.