Umsögn FÍB - frumvarp til laga um kílómetragjald

Áform um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (gjaldtaka aksturs hreinorku- og tengiltvinnbifreiða) sem sett var í samráðsgátt stjórnvalda er liðinn. Þar gafst félögum og almenningi kostur á að senda inn umsagnir um frumvarpið og bárust alls 52 umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Í umsögn Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, um áform um frumvarp til laga um kílómetragjald af akstri hreinorku- og tengiltvinnbifreiða, mál nr. 183/2023 segir m.a. að FÍB tekur í meginatriðum undir þau áform að innheimta kílómetragjald af hreinorku- og tengiltvinnbílum til að tryggja framlag þeirra til uppbyggingar, viðhalds og reksturs vegakerfisins. Áformin eru að hluta til í samræmi við tillögur FÍB frá því í febrúar síðastliðnum um kílómetragjald af ökutækjum, en ganga þó mun skemur í útfærslu.

FÍB gerir þó athugasemdir við að fyrirhugað sé að leggja sama gjald á alla rafmagnsbifreiðar óháð þyngd. Það þýðir að rafbílar sem geta verið allt að þrisvar sinnum þyngri en léttustu bílar á götunni borgi sama gjald til vegakerfisins. Til útskýringar voru bornir saman tveir hreinorkubílar sem eiga skv. fyrirlyggjandi frumvarpi að greiða sama kílómetragjald.

Umsögn FÍB má nálgast í heild sinni hér.