Verstappen heimsmeistari í fyrsta sinn

Hollendingurinn Max Verstappen á Red Bull varð um helgina heimsmeistari í Formúlu 1. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi 24 ára gamli ökumaður tryggir sér sigurinn í Formúlu 1 en síðasta keppni ársins fór fram Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Bretinn Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari á Mercedes, varð að láta í minni pokann á lokahringnum eftir æsispennandi baráttu við Verstappen. Þeir félagar voru jafnir jafn­ir af stig­um fyr­ir kapp­akst­ur­inn og því ljóst að sá sem yrði fyrr í mark yrði meist­ari. Í heildarstigagjöf keppninnar hlaut Verstappen 395,5 stig. Lewis Hamilton 387,5 stig og Finninn Vatteri Bottas 230 stig.

Það benti fátt til annars en að Hamilton myndi vinna sigur en hann náði góðu forskoti. Þegar fimm hringir voru eftir kom upp atvik þegar Nicholas Latifi á Williams lenti í árekstri og þurfti að kalla út öryggisbílinn. Hann var á brautinni allt þar til í lokahringnum og fyrir vikið þurrkaðist forskot Hamiltons út. Verstappen tók að lokum framúr Hamilton og tryggði sér ótrúlegan sigur.

Forráðamenn Mercedes voru ekki sáttir með störf dómaranna á lokahringjum keppninnar og komu á framfæri kvörtunum til alþjóðakappaksturssambandssin FIA. Þeim kvörtunum var vísað frá.