Við og bílarnir

ACEA – samband evrópskra bílaframleiðenda hefur tekið saman eftirfarandi fróðleik um bíla og bílanotkun:

-Fólksbílar eru mikilvægasta samgöngutæki Evrópumanna. Meðal ársakstur fólksbíla í Evrópu er 13 þúsund kílómetrar.

-Fólk í Evrópu fer 70% allra ferða sinna í fólksbílum – ýmist einkabílum, leigubílum eða bílaleigubílum.

-Nærri því fjórðungur allra fólksbíla í heiminum (14,6 milljón árlega) eru framleiddir í ríkjum Evrópusambandsins.

-12.9 milljón manns eða 5,3% vinnufærra í Evrópusambandinu starfa í bílaframleiðslugeiranum.

-Evrópski bílaiðnaðurinn teygir sig yfir allan heiminn. Árið 2012 óx verðmæti útfluttra bíla um 15% og skilaði 84 milljarða evra hagnaði.

-Evrópskir bílar eru þeir sem menga minnst, eru öruggastir fyrir fólkið í bílnum og jafnframt hljóðlátastir allra bíla heims.

-Á áttunda áratuginum gaf einn fólksbíll frá sér jafn mikið af mengandi útblástursefnum og 100 sambærilegir nýir bílar gera í dag.

-Vél í nýjum venjulegum fólksbíl gefur frá sér 28 sinnum minna af eitruðu lofttegundinni kolmónoxíði en vél í sambærilegum bíl gerði fyrir 20 árum.

-Árið 2012  skilaði 71% nýrra bíla frá sér minna en 140g af koldíoxíði (CO2) á hvern ekinn kílómetra. Helmingur þessara bíla blés frá sér minna en 120 grömmum á hvern ekinn kílómetra.

-Meðalstór nútímafólksbíll eyðir 15% minna eldsneyti á hverjum 100 eknum kílómetrum en jafnstór bíll gerði fyrir áratug.

-Hávaði frá fólksbílum í akstri hefur minnkað um 90% frá árinu 1970.