Flokkarnir vilja auka fjármagn til framkvæmda og viðhalds í vegakerfinu

Í fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 segir á bls. 257:
„Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu lækkar um 112 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Framlagið nemur um 17,6 ma.kr. en stefnt er að því að ríflega 8 ma.kr. af henni fari til viðhalds vega, en mörg brýn viðhaldsverkefni bíða.“

Er þinn flokkur/framboð sátt við þennan lið í fjárlagafrumvarpinu varðandi framkvæmdir og viðhald vegakerfisins á næsta ári?

BJÖRT FRAMTÍÐ
Nei ekki að fullu enda má alltaf gera betur. Frumvörp eru ávallt málamiðlun.

FLOKKUR FÓLKSINS
Nei !

FRAMSÓKN
Útrýma þarf hættuástandi í vega-
kerfinu og auka umferðaröryggi. Samgöngur er ein mikilvægasta fjárfesting sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. Vegakerfið er víða bágborið, einmitt á þeim stöðum sem eru í mestri hættu fyrir byggðaröskun. Því þarf að nota hluta af ríkulegum afgangi í fjárlögum til að bæta m.a. vegakerfi landisins.

PÍRATAR
Píratar eru ekki sáttir við þennan lið fjárlagafrumvarpsins. Vegakerfið er víða mjög illa farið og nýframkvæmdir mjög brýnar. Stórauka þarf framlög til þessa liðar frumvarpsins.

SAMFYLKINGIN
Nei! Þau framlög sem ríkisstjórnin gerir ráð fyrir til samgangna og fjarskipta er of lítil og það hamlar eðlilegri þróun atvinnulífs og rýrir búsetu-skilyrði víðs vegar um landið.

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Í nýjum lögum um opinber fjármál var fjárlagaliðunum Nýframkvæmdir á vegakerfinu og viðhald steypt saman í einn lið Framkvæmdir á vegakerfinu. Í fjárlagavinnunni fyrir árið 2017 hækkaði framlag til viðhalds vegakerfisins um 2,3 ma.kr. frá árinu 2016 og fór úr 5,85 ma.kr. í tæplega 8,2 ma.kr. og er
miðað við það í áætlunum Vega-gerðarinnar. Gert er ráð fyrir lítillegri lækkun á framlögum til framkvæmda á vegakerfinu 2018, en samkvæmt sundurliðun í 3 ára fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að framlagið hækki um ríflega milljarð 2019 og svo aftur um ríflega hálfan milljarð 2020.
Sjálfstæðisflokkurinn er þeirrar skoðunar að meira fé eigi að verja til vegagerðar, enda lítur flokkurinn svo á að þarna sé um lágmarksfjárframlag að ræða. Í samgöngu- og sveitarstjórn-arráðuneytinu sem lýtur forystu Sjálf-stæðisflokksins hefur verið unnið að gerð tillagna um aukin fjárframlög til vegagerðar á næsta ári upp á allt að 5 ma.kr. Af því tilefni var fyrirhugaður fundur samgöngu- og sveitarstjórn-arráðherra með ráðherranefnd um ríkisfjármál, þar sem ræða átti þessar tillögur. Málið hafði einnig verið kynnt fyrir formönnum fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar og naut stuðnings beggja.
Framlög til viðhalds og framkvæmda skv. fjárlagafrumvarpinu nema um 17,6 ma. kr. og af þeim er ráðgert að verja um 8 ma.kr. til viðhalds á vegakerfinu, en mörg brýn viðhaldsverkefni bíða vegna vaxandi fólks- og vöruflutninga. Alls eru um 66% af tæplega 10 ma. kr. framlagi til stofnframkvæmda bundið í verkefnum sem þegar hefur verið samið um. Umfangsmestu verkefnin eru Dýrafjarðargöng, Dettifossvegur, nýr kafli á hringveg-inum um Berufjarðarbotn, auk smíði Vestmannaeyjaferju og fyrsta áfanga um Teigsskóg.

VIÐREISN
Í kjölfar hrunsins var fjármagn til viðhalds dregið saman. Ljóst er að á yfirstandandi ári hefur margt færst í betra horf þó margt sé enn óunnið. Vert er að benda á að framlög aukast um tæp 14% eða rúma 4 milljarða milli áranna 2016 og 2018. Auka-fjárveitingar 2017 sem settar voru inn að frumkvæði fjármálaráðherra og samgönguráðherra hafa komið mörgum brýnum verkefnum af stað sem áfram verða fjármögnuð á næstu árum.

VINSTRI GRÆN
Nei. Vegakerfið hefur verið látið sitja á hakanum allt of lengi. Það gleymist oft í umræðum um niðurgreiðslu skulda að það að láta innviði grotna niður er lántaka með afborgunum inn í framtíðina. Vinstri græn hafa talað fyrir því að stórauknir fjármunir verði settir í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Við afgreiðslu fjárlaga 2017 töluðum við fyrir því að farið yrði eftir gildandi samgönguáætlun, en því miður var ekki meirihluti fyrir því og þingmenn sem höfðu stutt þá áætlun kusu með fjárlögum sem þýddu að ekki yrði við hana staðið.