Algengar spurningar
Hvað þarf ég að gera til að fá alþjóða ökuskírteini?
Þú mætir á skrifstofu okkar Skúlagötu 19 með íslenskt ökuskírteini og passamynd og fyllir út umsókn á staðnum. Þú getur einnig fyllt út umsókn hér: https://www.fib.is/is/ferdalog/althjodlegt-okuskirteini/umsokn-um-althjodlegt-okuskirteini
Ég sótti um á netinu, hvað á ég að gera svo?
Þú mætir á skrifstofu okkar Skúlagötu 19 með ökuskírteini og passamynd (ekki þarf að koma með passamynd ef hún fylgdi umsókn á rafrænu formi) til að sækja skírteinið.
Hvað þarf ég að koma með?
Íslenskt ökuskírteini og passamynd
Hvenær get ég sótt skírteinið?
Um leið og umsókn hefur verið send á opnunartíma skrifstofu.
Hvar sæki ég skírteinið?
Á Skúlagötu 19, 101 Reykjavík.
Opnunartími:
mánudaga - fimmtudags 08.30 til 16.30
föstudaga 08.30. til 15.45
Takið þið mynd?
Nei en þú getur sent okkur mynd á rafrænu formi og við getum prentað hana út fyrir þig fyrir á 1800 kr. ATH. félagsmenn FÍB fá 50% aflsátt. Nánari upplýsingar um hvernig mynd skal vera: https://www.fib.is/is/ferdalog/althjodlegt-okuskirteini/passamynd
Get ég sótt fyrir annan en mig?
Nei, umsækjandi þarf sjálfur að sækja skírteinið.
Hvað þarf margar myndir?
Það þarf eina mynd.
Hvernig þarf myndin að vera?
Mynd þarf að vera með hvítum bakgrunn, með fókus til augnanna, í lit eða svarthvít, með góða lýsingu og í góðri upplausn.
Hvað tekur langan tíma að útbúa skírteinið?
5-10 mínútur
Þarf ég að vera með alþjóða skírteini í Bandaríkjunum?
AAA systurfélag okkar í Bandaríkjunum ráðleggur að hafa alþjóðaskírteinið með í för. Athugaðu vel hvort að bílaleigan þín geri kröfu um það.
Hvað kostar skírteinið?
Skírteinið kostar 2600 kr. Félagsmenn FÍB fá skírteinið á 600 kr.
Hvað gildir skírteinið lengi?
Alþjóða ökuskírteinið gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
Þarf ég að sækja um þetta á netinu?
Nei, þú getur líka gert það á skrifstofu okkar Skúlagötu 19.
Getið þið sent út á land?
Nei, umsækjandi þarf sjálfur að koma að sækja skírteinið. Við bendum á að sýslumaður gefur einnig út skírteinið.
Ég er með erlent ökuskírteini get ég fengið alþjóða ökuskírteini hjá ykkur?
Nei, við getum eingöngu gefið út skírteinið fyrir íslensk ökuskírteini.