Umsókn um Alþjóðlegt ökuskírteini

Allir umsækjendur þurfa að fylla eftirfarandi form út.  

1. 

Fylla út upplýsingar um þig ásamt að skanna / taka ljósmynd af framhlið og afturhlið á íslenska ökuskírteininu þínu sem er í gildi.

Skanna / taka mynd af framhlið og bakhlið ökuskírteinis og setja í viðhengi

  • Verður að vera skýr og læsileg mynd af fram og bakhlið ökuskírteinisins. 
  • Myndgæði lágmark 150 dpi. 

 

 

Vantar þig útprentaða passamynd? 
Þú getur sent okkur passamynd af þér með þessari umsókn og við prentum á viðurkenndan ljósmyndapappír. 

A. 
Þegar myndin er tekin þá er gott að standa ca 1-1,5 metra frá hvítum bakgrunni, og minnka þannig líkur á skugga á bakgrunn. 

B. 
Myndin verður að vera í fokus til augnana, í lit eða svart/hvít með ljósann hlutlausan bakgrunn og góða lýsingu á viðkomandi. Leiðbeiningar hér

C. 
Sendu myndina (í góðri upplausn 300 dpi - jpg) til FÍB hér að neðan og við setjum myndina í rétta stærð og prentum 6 passamyndir (þar af fer 1 í alþjóðlega ökuskírteinið). 5 aukamyndir eru afhentar með alþjóðlega ökuskírteininu.

Prentun 6 passamynda í 3,5 sm x 4,5 sm
Verð kr. 750.- fyrir félagsmenn FÍB. 
Verð kr. 1.500.- fyrir ófélagsbundna.  

 

2. 

Umsækjandi þarf að mæta á skrifstofu FÍB, Skúlagötu 19 milli kl. 8.30 - 15.00 virka daga sjá staðsetningu og framvísa gildu ökuskírteini og passamynd.

Passamyndin þarf að vera 35 x 45 mm og ekki eldri en 3 ára. Myndin verður að vera á endingargóðum ljósmyndapappír, merkja og stimplalaus. Ef þú átt ljósmynd á rafrænu formi getur FÍB prentað hana út fyrir þig, sjá nánar hér

Alþjóðlegt ökuskírteini
Verð kr. 600.-  fyrir félagsmenn FÍB, (einfalt að gerast félagi
Verð kr. 2600.- ófélagsbundna

Afgreiðslutími er innan við 10 mín