Öryggi

Eru rafbílar jafn öruggir og venjulegir bílar?

Að sjálfsögðu eru rafbílar árekstrar- og öryggisprófaðir á sama hátt og venjulegir bílar og standa þeim jafnfætis að öllu leyti.

Fyrsti rafbíllinn sem hlaut fullt hús stiga og fimm stjörnur í árekstursprófi Euro NCAP var Nissan Leaf. Þeir sem síðan hafa verið prófaðir á sama hátt hafa flestir reynst ágætir. 

Rafbíll sem hversdagsbíll fjölskyldunnar

Þróunin hefur síðustu árin verið sú að rafbílarnir eru ekki lengur tveggja manna yfirbyggð hálfgildings vélhjól heldur fullveðja  fimm manna öruggir fjölskyldubílar sem mæta hversdagsþörfum fjölskyldunnar.  Allur öryggisbúnaður er minnst jafngóður og í öðrum bílum - búnaður eins og loftpúðar, skrikvörn og Isofix búnaður fyrir barnastólana.

Dráttarkúla á rafbílum

Sé ætlunin að draga kerru eða ferðavagn á rafbíl er gott að ganga úr skugga um hvort það megi setja dráttarbeisli á bílinn. Þá getur í sumum tilfellum verið framleiðandi bjóði ekki upp á dráttabeisli eftir að bíll er sendur úr verksmiðju. Einnig þarf að kynna sér vel hver dráttargetan er.

Hvar finn ég árekstrarprófanir?

• Euro NCAP stofnunin sem samtök bílaklúbbanna (þar á meðal FÍB) eiga og reka öryggisprófar alla bíla sem seldir eru í Evrópu.  Þú getur fundið niðurstöðurnar fyrir alla bíla sem prófaðir hafa verið að rafbílum meðtöldum hér. Sjá nánar hér.