TækniráðgjöfÆvar Friðriksson
, Tæknimaður FÍB, veitir félagsmönnum aðstoð og ráðgjöf varðandi bifreiðatæknileg atriði, svo sem um viðgerðarkostnað, gæði viðgerða og varahluta, galla í nýjum bifreiðum o.fl. Í samvinnu við Bílgreinasambandið (BGS) er tæknimaðurinn sáttamaður í ágreiningsmálum milli neytenda annars vegar og verkstæða og innflytjenda innan BGS hins vegar. Sáttaþjónustan er einstök á sviði neytendaverndar hér á landi þar sem tæknimaðurinn er faglega viðurkenndur "gerðardómari" í ágreiningsmálum, bæði af bifreiðaeigendum og bílgreininni. 

Fyrirspurnir félagsmanna afgreiðir Ævar milli kl. 8.30 og 12 á þriðjudögum og fimmtudögum. Félagsmönnum er bent á að panta viðtalstíma hjá Ævari á skrifstofutíma í síma 414-9999. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.30. Sendi þú okkur fyrirspurn hér að neðan munum við í framhaldi bóka tíma fyrir þig hjá ráðgjafanum. 

Tækniráðgjöfin er einungis bundin við félagsmenn, einfalt er að gerast félagsmaður

GERAST FÉLAGI

Fyrirspurn til tækniráðgjafa FÍB