Vegaaðstoð erlendis

FÍB og önnur bifreiðaeigendafélög víða um heim hafa með sér gagnkvæma samvinnu varðandi margskonar aðstoð og fyrirgreiðslu við félagsmenn. Skrifstofur þessara félaga eru í öllum helstu borgum austan hafs og vestan og eiga félagsmenn FÍB aðgang að margskonar upplýsingum, bæklingum og hverskyns annarri fyrirgreiðslu, í flestum tilfellum án endurgjalds. Hér fyrir neðan er tafla með símanúmerum nokkurra systurfélaga okkar í Evrópu sem félagsmenn FÍB á ferð í útlöndum geta hringt í ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Ef FÍB félagi lendir í vandræðum á hraðbrautum getur hann einnig nýtt sér símaboxin sem eru víða með 2 km millibili. Til þess að vera öruggur um að fá vegaaðstoðina frá systurfélagi FÍB, er nauðsynlegt að taka fram í þessum hraðbrautarsímaboxum að þú viljir vegaaðstoð frá viðkomandi bílaklúbbi í því landi sem þú ert staddur.
 

Þjónusta FYRIR FÍB félagsmenn erlendis