Fréttir

Hringtorgin draga öll markvisst úr hraða ökutækja

Verkfræðistofan EFLA vann rannsóknarverkefni þar sem skoðað var samspil hönnunar hringtorga og umferðarhraða í þéttbýli og dreifbýli. Helstu niðurstöður sýna að hraði við inn- og útkeyrslur hringtorga í þéttbýli er meiri en æskilegt er. Hringtorg í dreifbýli draga almennt séð úr umferðarhraða en hönnun á slíkum hringtorgum er síður æskileg í þéttbýli.

Mörg alvarlega slys hafa orðið á fyrstu dögum ársins

Það sem af er árinu hafa nokkur alvarleg umferðarslys orðið í umferðinni. Rekja má í vissum tilfellum erfið akstursskilyrði til þessara slysa en nokkrir hafa slasast alvarlega og eitt banaslys hefur orðið.

Styrkjum úthlutað vegna uppsetningu hleðslubúnaðar

Tæplega 19,5 milljónum hefur verið úthlutað úr styrktarsjóði til fjórtán húsfélaga í Reykjavík á síðasta ári vegna uppsetningu hleðslubúnaðar á lóðum fjöleignarhúsa. Stjórnarfrumvarp félags- og barnamálaráðherra sem miðar að því að auðvelda einstaklingum að setja upp rafhleðslustöðvar í fjöleignarhús var birt á vef Alþingis skömmu fyrir áramót.

Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega

Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega en embættið fékk málið fyrst inn á borð til sín í byrjun sumars. Um 130 tilvik séu til rannsóknar þar sem rökstuddur grunur er um að átt hefur verið við kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir á að minnsta kosti fimm ára tímabili.

Volvo vin­sæl­asti lúx­us­bíll­inn hér á landi á nýliðnu ári

Volvo hef­ur verið í mik­illi sókn und­an­far­in ár á lúx­us­bíla­markaði á heimsvísu og hefur slegið sölumet 6 ár í röð. Árið 2019 náði Volvo að selja yfir 700.000 bíla í fyrsta sinn í 93 ára sögu þeirra eða 705.452 bíla sem er 9,8% aukning frá árinu áður og juku þannig markaðshlutdeild sína á öllum mörkuðum.

Nýjar forsendur á útfærslu á tvöföldun Reykjanesbrautar komnar fram

Nýjar forsendur á útfærslu á tvöföldun Reykjanesbrautar eru komnar fram í nýútkominni frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits. Þar kemur fram að hagkvæmast er að breikka Reykjanesbrautina, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði og einfalda fyrri útfærslur sem kallar jafnframt á breytt aðalskipulag. Þetta kemur fram á Facebook síðu Sigurðar Inga Jóhannsonar samgönguráðherra.

Breytingar á reglugerð um ökuskírteini í samráðsgátt

Í nýjum umferðarlögum sem tóku gildi um síðustu áramót eru margvíslegar breytingar sem kalla á endurskoðun reglugerða. Meðal þess sem breyttist í umferðarlögunum eru ákvæði um ökukennslu, æfingaakstur og heilbrigðisskilyrði fyrir ökuréttindi.

Framkvæmdum á Reykjanesbraut verði flýtt eins og kostur er

Stopp – hingað og ekki lengra er nafn hóps sem berst fyrir umbótum á Reykjanesbraut. Hópurinn var stofnaður fyrir nokkrum árum og hefur það að meginmarkmiði að bæta umferðaröryggi á þessum fjölfarnasta vegi landsins í kjölfar banaslyss á Hafnarafleggjara í júlí 2016.

Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi tengiltivinnbíllinn

Af öllum nýskráðum bílum til einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi 2019 voru 28,4% annað hvort rafmagns- eða tengiltvinnbílar. Aðeins Noregur getur stært sig af hærra hlutfalli nýskráninga rafmagns- og tengiltvinnbíla fyrir árið 2019.

Norskir leigubílstjórar aka flestir á Toyota

Flestir leigubílstjórar í Noregi kjósa að aka á Toyota. Um 42% af nýskráðum bílum í leigibílaflotanum eru af gerðinni Toyota. Upplýsingastjóri Toyota í Noregi, Espen Olsen, er að vonum ánægður með þessa niðurstöðu. Hann segir þetta frábæra viðurkenningu á traustan og öruggan bíl. Ennfremur verði ekki litið framhjá því að sölumenn Toyota hefðu verið að vinna góða vinnu.