Fréttir

Nýr fréttavefur FÍBFréttir.is

FÍB Fréttir, lifandi og upplýsandi miðill fyrir félagsmenn og allt áhugafólk um bíla,

Tvöföld­un Reykja­nesbrautar vel á undan áætl­un

Verkinu Reykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun vindur fram með góðum hraða og er verktakinn ÍAV töluvert á undan áætlun. Á næstu vikum verður töluvert mikið um færslu umferðar á milli akreina, umferð verður hleypt á nýjan kafla meðan unnið verður á gamla kaflanum. Umferðin verður þá á einni akrein í hvora átt. Mikilvægt er að fylgja merkingum vel og virða hámarkshraða sem verður víða tekinn niður í 50 km/klst og jafnvel 30 km/klst að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Sala á Tesla dalar verulega vegna pólitískrar starfsemi forstjórans og aukinnar samkeppni

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla segir frá því að fyrirtækið hafi selt 384.122 bíla á öðrum ársfjórðungi ársins, sem er tæplega 60.000 bílum eða 13,5% minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta er mesta árlega lækkun í sölu í sögu fyrirtækisins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum.

Bílaframleiðsla færist frá Kína til Evrópu

Volvo hefur ákveðið að flytja framleiðslu á minnstu rafbílategund sinni, EX30, frá Kína til Belgíu. Þetta styttir afhendingartíma innan Evrópu og kemur framleiðslunni undan tollum Evrópusambandsins á kínverska rafbíla. Bílar framleiddir í Evrópu eru í vaxandi mæli orðnir fyrsta val evrópskra neytenda. Veljum evrópskt höfðar til neytenda á tímum tollaátaka og óvissu í efnahagsmálum.

Óheimilt að senda „ósýnilegar bílastæðainnheimtur“ í Danmörku

Nýlega fjölluðu FÍB Fréttir um ágreining danska samgönguráðherrans við bílastæðafyrirtæki um rafræna innheimtu bílastæðasekta í Danmörku. FDM systurfélag FÍB í Danmörku hefur lengi barist gegn því að innheimtukröfur vegna bílastæðaafnota, á bílastæðum með stafrænu myndavéla eftirliti, fari sjálfkrafa í rafræna innheimtu. Nú hefur samgönguráðuneytið danska gefið út leiðbeinandi tilmæli um það hvernig skuli standa að slíkum innheimtum.

Nýskráningar 7.886 á fyrstu sex mánuðum ársins – aukningin nemur 24,1%

Þegar árið er hálfnað eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 7.886. Á sama tíma á síðasta ári voru nýskráningar 6.355 þannig að aukningun nemur 24,1%. Þegar einstakir mánuðir eru skoðaðir voru nýskráningar í júni 2.032. Nýskráningar til ökutækjaleiga voru 58,7% og tæp 41% í almenna notkun að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Mældist á 185 km hraða

Nálægt fjörutíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Grófasta brotið var framið á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við Hvassahraun, en þar mældist bifreið á 185 km hraða.

Slitlag á síðasta kafla Grafningsvegar

Framkvæmdir eru hafnar við verkið Grafningsvegur efri (360), Ýrufoss – Grafningsvegur neðri. Þetta er síðasti malarkaflinn á Grafningsvegi sem nú verður allur með bundnu slitlagi. Þetta kemur fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.

Hraðahindranir og þrengingar til að bæta öryggi á Akureyri

Settar hafa verið upp hraðahindranir og þrengingar á Austursíðu til að draga úr umferðarhraða og bæta umferðaröryggi í hverfinu.

MG sýnir framtíðina á Goodwood

MG mun frumsýna fjóra spennandi rafbíla á Goodwood Festival of Speed 2025 á Englandi sem fer fram 10.–13. júlí næstkomandi.