Fréttir

Athugasemdir FÍB við kílómetragjald á notkun allra ökutækja

FÍB er fylgjandi þeirri meginhugsun að bíleigendur greiði í samræmi við afnot af vegakerfinu. Kílómetragjald er einföld leið til þess. Aftur á móti telur FÍB ekki sanngjarnt að sama gjald sé tekið af léttum sem þungum fólks- og sendibílum, þ.e. bílum undir 3,5 tonnum.

Góður gangur í fram­kvæmd­um við Arnar­nesveg

Framkvæmdum við Arnarnesveg, milli Breiðholtsbrautar og Rjúpnavegar, miðar vel. Unnið er að nýrri aksturs- og göngubrú yfir Breiðholtsbraut, nýjum undirgöngum undir Breiðholtsbraut til móts við Völvufell, vegagerð og göngu- og hjólastígum í Elliðaárdal, auk fleiri verkefna.

Litlar breytingar á nýskráningum fólksbifreiða

Litlar breytingar eru á nýskráningum fólksbifreiða á milli vikna. Það sem af er árinu eru þær 36,9% minni en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar fólksbifreiða eru nú alls 6.585 en í fyrra á sama tíma 10.435.

120 ára afmæli bílsins á Íslandi fagnað

Fornbíladagurinn var haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni í gær af tilefni af því að 120 ár eru liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til Íslands. Allir sem eiga fornbíl voru sérstaklega hvattir til að mæta og fagna þessum tímamótum.

Viðhaldsaðgerðir á Gullinbrú í Grafarvogi

Viðhaldsaðgerðir sem nú fara fram á Gullinbrú eru hluti af samningi Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um skilaveg 419 sem ljúka á við á þessu ári. Verktakar sem vinna að þessum framkvæmdum eru Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar í samstarfi við Freyssnet.

Mikil breyting milli ára í sölu á rafbílum

Ný­skrán­ing­ar raf­knú­inna fólks­bíla á Íslandi voru um 75,6% færri á fyrstu sex mánðum ársins í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Nýskráningar hreinna rafmagnsbíla eru 956 það sem af er árinu en voru 3.921 yfir sama tímabil í fyrra. Þegar nýskráningar fólksbifreiða í öllum flokkum er skoðaðir er um 38% samdráttur í bílasölu. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Banninu verður ekki flýtt

Um miðjan júni kom fram að í uppfærðri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum að í skoðun væri að banna nýskráningu fólksbifreiða, sendibifreiða og bifhjóla árið sem knúin er með jarðefnaeldsneyti frá með árinu 2028.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu dróst örlítið saman í júní

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu um þrjú mælisnið Vegagerðarinnra dróst örlítið saman í júní frá því í sama mánuði fyrir ári. Eigi að síður er þetta næst umferðarmesti júnímánuður á svæðinu. Vegagerðin spáir því nú að umferðin muni aukast um 3,5 prósent í ár á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Samgöngustofa tengist stafrænu pósthólfi

Samgöngustofa hefur tengst stafrænu pósthólfi á Ísland.is. Með því gefst kostur á aukinni skilvirkni og betri þjónustu við viðskiptavini.

Minni umferð á Hringveginum

Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum dróst saman um 1,4 prósent í júní mánuði. Líklegt verður að telja að slæmt veður í upphafi mánaðar gæti hafa haft áhrif á umferðina. Þótt ekki hafi verið slegið met í júní má reikna með að umferðin í ár aukist um nærri fimm prósent.