Fréttir

Árið 2017 það versta þegar horft er til alvarlegra slysa og dauðsfalla

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni hér á landi þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þetta kemur fram í viðtali við Ólaf Guðmundsson, tæknistjóra EuroRap á Íslandi en það er Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sem sér um framkvæmd EuroRap á Íslandi.

Áskorun um bættar samgöngur um Kjalarnes

Yfir 4500 hafa skrifað undir áskorun til samgönguráðherra um nauðsynlegar endurbætur á veginum um Kjalarnes. Fram kemur frá hópi fólks, sem berst fyrir bættum samgöngum um Kjalarnes, að í nærri hverri fjölskyldu á Akranesi er einhver sem keyrir Vesturlandsveg til vinnu eða náms. Þetta kemur fram á RÚV.

Volvo CX60 skorar hátt í öryggisprófunum

Sænska járnið, Volvo, hefur lengi haft orð á sér að vera ein öruggasta bílategund í heimi. Það verður bið á því að það breytist á næstunni en Volvo XC60 skoraði hæst í prófunum hjá Euro NCAP í Evrópu og IIHS í Bandaríkjunum sem gerðar voru opinberar á dögunum.

BMW og Benz seljast vel

BMW selst sem aldrei fyrr en í fyrra seldust yfir tvær milljónir bifreiða og er það aukning um rúm 4% frá árinu á undan. Til samanburðar seldust eitt hundrað þúsund fleiri bílar af Mercedes Benz. Forsvarsmenn Mercedes geta líka glaðst en þar á bæ jókst salan um tæp 10% frá árinu 2016 og tróna því efstir hvað þessa lúxusbíla áhrærir.

Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og nefndarmaður í Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis skrifaði grein í tímaritið Þjóðmál um umferðaröryggi og samgöngur á Íslandi. Greinin er athyglisverð og fræðandi og kemur Vilhjálmur víða við í umfjöllun sinni þegar kemur að einu brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar, samgöngum og umferðaröryggi.

Í skoðun að Miklabraut fari í stokk

Á næstu vikum verður birt mat á fýsileika þess að setja Miklubraut í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Kaflinn sem hér um ræðir er um 1,5 km og eru hugmyndir um að stokkurinn verði á einni hæð á um 8-10 metra dýpi með tveimur akreinum í báðar áttir. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í samtali við Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóra Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í dag um málið.

Lada Sport er enn í framleiðslu

Lada Sport sem margir Íslendingar kannast við hefur ekki alveg sagt sitt síðasta. Bíllinn er enn í dag í boði og í Þýskalandi stendur mönnum honum til boða í sérstakri afmælisútgáfu sem ber heitið Nivan Urban Hipster og er fjórhjóladrifinn.

Heldur dregur úr aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í desember um fimm prósent sem er minni aukning en í sama mánuði fyrir ári síðan. Árið 2017 jókst umferðin á svæðinu um átta prósent og aðeins árið 2007 má finna meiri aukningu í umferðinni. Þetta þýðir að á hverjum degi fóru 12 þúsund fleiri ökutæki um mælisniðin þrjú en árið áður eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Verð á dísilolíu hvergi hærra

Hæsta verð á dísilolíu í heiminum er á Íslandi en verðið er tíu krónum hærra hér á landi en í Noregi. Á Íslandi kostar lítrinn rúmar 200 krónur en í Noregi um 190 krónur. Í umfjöllun um málið í Fréttablaðinu segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa.

Ólíklegt að Borgarlínan geti uppfyllt þessar miklu væntingar

Stofnkostnaður við Borgarlínu er áætlaður 70-150 milljarðar en fyrir þvílíka upphæð væri hægt að gera margt annað og áhrifaríkara til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingsmaður, sem hann skrifar á vefsíðu sinni frostis.is