03.07.2025
Verkinu Reykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun vindur fram með góðum hraða og er verktakinn ÍAV töluvert á undan áætlun. Á næstu vikum verður töluvert mikið um færslu umferðar á milli akreina, umferð verður hleypt á nýjan kafla meðan unnið verður á gamla kaflanum. Umferðin verður þá á einni akrein í hvora átt. Mikilvægt er að fylgja merkingum vel og virða hámarkshraða sem verður víða tekinn niður í 50 km/klst og jafnvel 30 km/klst að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
02.07.2025
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla segir frá því að fyrirtækið hafi selt 384.122 bíla á öðrum ársfjórðungi ársins, sem er tæplega 60.000 bílum eða 13,5% minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta er mesta árlega lækkun í sölu í sögu fyrirtækisins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum.
02.07.2025
Volvo hefur ákveðið að flytja framleiðslu á minnstu rafbílategund sinni, EX30, frá Kína til Belgíu. Þetta styttir afhendingartíma innan Evrópu og kemur framleiðslunni undan tollum Evrópusambandsins á kínverska rafbíla. Bílar framleiddir í Evrópu eru í vaxandi mæli orðnir fyrsta val evrópskra neytenda. Veljum evrópskt höfðar til neytenda á tímum tollaátaka og óvissu í efnahagsmálum.
02.07.2025
Nýlega fjölluðu FÍB Fréttir um ágreining danska samgönguráðherrans við bílastæðafyrirtæki um rafræna innheimtu bílastæðasekta í Danmörku. FDM systurfélag FÍB í Danmörku hefur lengi barist gegn því að innheimtukröfur vegna bílastæðaafnota, á bílastæðum með stafrænu myndavéla eftirliti, fari sjálfkrafa í rafræna innheimtu. Nú hefur samgönguráðuneytið danska gefið út leiðbeinandi tilmæli um það hvernig skuli standa að slíkum innheimtum.
02.07.2025
Þegar árið er hálfnað eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 7.886. Á sama tíma á síðasta ári voru nýskráningar 6.355 þannig að aukningun nemur 24,1%. Þegar einstakir mánuðir eru skoðaðir voru nýskráningar í júni 2.032. Nýskráningar til ökutækjaleiga voru 58,7% og tæp 41% í almenna notkun að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
02.07.2025
Nálægt fjörutíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Grófasta brotið var framið á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við Hvassahraun, en þar mældist bifreið á 185 km hraða.
01.07.2025
Framkvæmdir eru hafnar við verkið Grafningsvegur efri (360), Ýrufoss – Grafningsvegur neðri. Þetta er síðasti malarkaflinn á Grafningsvegi sem nú verður allur með bundnu slitlagi. Þetta kemur fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.
01.07.2025
Settar hafa verið upp hraðahindranir og þrengingar á Austursíðu til að draga úr umferðarhraða og bæta umferðaröryggi í hverfinu.
01.07.2025
MG mun frumsýna fjóra spennandi rafbíla á Goodwood Festival of Speed 2025 á Englandi sem fer fram 10.–13. júlí næstkomandi.
30.06.2025
Framkvæmdum við nýjan Hringveg (1) um Hornafjörð lýkur fyrir áramót. Þar með styttist Hringvegurinn um tólf kílómetra. Aron Örn Karlsson, staðarstjóri Ístaks, segir verkið hafa gengið vel og er á áætlun að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.