Fréttir

Malbikað fyrir 1,2 milljarða í sumar

Malbikað verður fyrir milljarð króna í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður er því um 1,2 milljarðar króna.

Audi þarf að verða hraðvirkara, sveigjanlegra og skilvirkara

Fyrr á þessu ári tilkynnti þýski bílaframleiðandinn Porsche, sem er hluti af Volkswagen samstæðunni, að þeir hygðust fækka störfum. Nú er komið að Audien fram til ársins 2029 mun fyrirtækið skera niður 7.500 störf í Þýskalandi, meðal annars í stjórnsýslu og þróun.

BYD íhugar að reisa þriðju verksmiðjuna í Evrópu í Þýskaland

Kínverski rafbílarisinn BYD lítur til Þýskaland fyrir mögulega þriðju samsetningarverksmiðju í Evrópu af því er heimildir herma. BYD er að íhuga þriðju aðstöðu til að þjóna evrópskum markaði á næstu árum, til viðbótar við þær tvær sem fyrirtækið er að byggja í Ungverjalandi og Tyrklandi.

Áætlanir gera ráð fyrir því að Sundabraut opni árið 2031

Starfshópur um fjármögnun Sundabrautar hefur tekið til starfa. Hópurinn hefur það hlutverk að vera verkefnisstjórn Sundabrautar til ráðgjafar t.a.m. varðandi undirbúning viðskiptaáætlunar, fjármögnunar og útboðsferlis að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Kallar eftir þjóðarátaki í upp­bygg­ingu vega

Umræða um ástand vega í land­inu hef­ur verið há­vær und­an­farið. Runólfur Ólafsson, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­anda, FÍB, seg­ir fjölda til­kynn­inga hafa borist á borð fé­lags­ins. Veg­irn­ir séu hættu­leg­ir og staðan sé al­var­leg. Þetta kom fram í viðtali við Runólf á mbl.is. Af þessu tilefni slóst hann í för mbl.is um götur á höfuðborgarsvæðinu og kannaði málið.

Northvolt lýst gjaldþrota

Nokkur þúsund manns misstu vinnuna í Skellefteå í Norður-Svíþjóð þegar rafhlöðuverksmiðjan Northvolt varð lýst gjaldþrota í gær. Northvolt átti að verða lykilfyrirtæki í sókn evrópskra bílaframleiðenda á rafbílamarkaðnum, risastórt fyrirtæki sem framleiddi rafhlöður fyrir bíla.

Göngu­brú yfir Sæbraut að rísa

Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöður nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Sæbraut stendur yfir. Einnig er unnið að samsetningu á brúnni sjálfri, en hún verður síðan hífð upp og sett í heilu lagi á sinn stað. Áætlað er að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí, þ.e. ef veðuraðstæður leyfa.

Ráðist í endurgerð hraðahindrana í borginni í sumar

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ráðast í endurgerð hraðahindrana í borginni á árinu 2025. Verkefnið verður boðið út í tveimur áföngum og er áætlað að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Förum varlega í umferðinni

Þrír hafa látist í umferðarslysum á síðustu dögum og hafa fjórir látist í banaslysum í umferðinni það sem af er þessu ári. Það er afar mikilvægt að við högum akstri eftir aðstæðum hverju sinni.

Byltingarkennd uppgötvun vísindamanna  - salt jarðar í hleðslurafhlöður

Princeton háskóli hefur kynnt stóran áfanga í þróun natríumjóna rafhlaðna með nýju bakskautsefni (katóðu). Um er að ræða ódýrari og umhverfisvænni valkost samanborið við hefðbundnar litíumjónarafhlöður. Þessi nýjung gæti verið mikil framþróun í geymslu á raforku og dregið úr eftirspurn eftir sjaldgæfum og dýrum hráefnum eins og litíum og kóbalti.