Fréttir

Þjónusta í nærumhverfinu fækkar bílferðunum

Í nýjasta FÍB blaðinu er fjallað um þær ábendingar tveggja skipulagsráðgjafa að besta leiðin til að draga úr bílaumferð sé fjölbreytt og aðgengileg þjónusta í nærumhverfi íbúa. Einungis ætti að taka 3-5 mínútur að ganga eða hjóla í helstu þjónustu.

BYD SEAL U og BYD TANG fengu 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP

BYD SEAL U og nýr 7 sæta BYD TANG borgarjeppi hlutu fimm stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP og það áður en bílarnir komu á markað í Evrópu. Skilgreining Euro NCAP fyrir fimm stjörnum er að ökutæki standist með afburðum kröfur um vernd farþega í árekstrum og séu einnig vel búin tækni sem á viðamikinn og öruggan hátt dregur úr líkum á árekstri.

Nagladekkjum í Reykjavík fækkar

Nagladekkjum fækkar í Reykjavík samkvæmt talningu sem gerð var um mánaðamótin. Tæplega þriðjungur reyndist vera á nöglum nú í byrjun desember. Reykjavíkurborg mælir með góðum vetrardekkjum til að draga úr mengun, hávaða og sliti á götum.

Nýtt met verði slegið í umferðinni í ár

Umferðin í nýliðnum nóvember jókst um rúm fimm prósent frá sama mánuði í fyrra. Umferðin í ár er þegar orðin meiri en hún var allt árið í fyrra þannig að ljóst er að met verður slegið í ár. Reikna má með að umferðin í ár verði 7,5-8 prósetum meiri en í fyrra. Það er gríðarlega mikil aukning á milli ára að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Samgöngusáttmálinn byrjar á öfugum enda

Ef marka má tvo erlenda skipulagsráðgjafa byrjar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins á öfugum enda. Ráðgjafarnir segja að besta leiðin til að draga úr umferð einkabíla sé að gera fólki kleift að sækja daglegar þarfir fótgangandi eða hjólandi í nærumhverfinu. Samgöngusáttmálinn tekur ekkert á því, heldur einblínir á að hjólreiðar og almenningssamgöngur komi í stað einkabílsins. Um þetta er fjallað í FÍB blaðinu, sem er nýkomið út.

600 kW hraðhleðslustöð opnuð í Reykjanesbæ

Brimborg Bílorka opnaði á dögunum öflugustu hraðhleðslustöð landsins á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ með hámarks afl upp á 600 kW. Verð á kWh hins vegar það lægsta miðað við hleðsluafköst eða aðeins frá 49 kr / kWh. Stöðin er opin fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.

Dísilolía fór fyrir mistök á bensíntanka N1 á Vopnafirði

Starfsmaður Olíudreifingar dældi í misgripum dísilolíu á bensíngeyma á afgreiðslustöð N1 á Vopnafirði miðvikudaginn 22. nóvember sl. Að sögn Sigurðar Bjarnasonar, sölustjóra hjá N1, var búið að dæla um 800 lítrum af olíu á tankinn sem tekur um 20 þúsund lítra þegar þegar mistökin uppgötvuðust. Áhyggjufullir Vopnfirðingar hafa leitað til FÍB vegna gangtruflana í bílum sínum.

Nýskráningar í Tesla nálgast þrjú þúsund

Þegar rúmlega einn mánuður er aftir á þessu eru nýskráningar fólksbíla alls 15.839 en voru á sama tíma í fyrra 15.036. Nýskráningar eru því 5,3% meiri núna í ár en í fyrra. Sala á nýjum er búin að haldast nokkuð jöfn á haustmánuðum og til dagsins í dag.

Útboðsgögn vegna Ölfusárbrúar send þátttakendum

Útboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar hafa verið send til þeirra fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Vegagerðin auglýsti alútboð vegna hönnunar og smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá á Evrópska efnahagssvæðinu þann 3. mars síðastliðinn. Þann 18. apríl voru opnaðar umsóknir en umsóknir bárust frá fimm þátttakendum sem allir uppfylltu þau skilyrði sem sett voru í útboðsauglýsingunni og voru metnir hæfir.

Reykingabann og sektir við slíku í bifreiðum ekki í bígerð hér á landi

Reykingabann í bifreiðum og sektir við slíku hefur nú þegar tekið gildi í mörgum löndum. Fleiri þjóðir munu á næstunni fylgja í kjölfarið. Í Frakklandi, Ítalíu, Austurríki og í nokkrum öðrum löndum hefur verið lagt á bann við reykingum í bílum. Í sumum tilfellum er refsað fyrir brot með háum sektum. Markmiðið í grunninn er að vernda ólögráða börn sem eru farþegar í bílunum. Fjallað er um þetta mál í nýútkomnu FÍB-blaði.