Fréttir

Meiri þungi lagður í framleiðslu á rafmagnsbílum

Stærstu bílaframleiðendur heims ætla á næstum árum að leggja mikinn þunga í framleiðslu á rafmagnsbílum. Mikil og hröð þróun á sér stað í framleiðslu á þessari tegund bifreiða um þessar mundir.

Hekla innkallar Volkswagen

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um að innkalla þurfi 9 Volkswagen bifreiðar árgerð 2018. Ástæða innköllunar er sú að framleiðslugalli í stýringu fyrir höfuðpúða á framsætum getur valdið því að höfuðpúðinn losni ef bíllinn lendir í árekstri.

Fyrsti stóri sendibíll landsins sem knúinn er rafmagni

Veitur hafa fengið afhentan nýjan sendibíl sem einungis er knúinn rafmagni. Bíllinn er af gerðinni Iveco og er fluttur inn af Kraftvélum í Kópavogi. Er bíllinn fyrsti rafknúni sendibíllinn í þessum stærðarflokki hér á landi og munu vinnuflokkar í viðhaldsþjónustu nota hann í verkefnum út um alla borg.

Ný hraðhleðsla í Breiðholti

Elín Guðmannsdóttir, 89 ára gamall tannlæknir sem hefur átt rafbíl í þrjú ár, hlóð bílinn sinn í fyrsta skipti með hraðhleðslu í dag við opnun hlöðu á þjónustustöð Orkunnar við Suðurfell í Breiðholti.

Færst í aukana að eigendur skilji bílana sína eftir

Í vaxandi mæli hefur Vaka verið að fjarlægja bíla af bílastæðum vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið sem síðan er komið fyrir í ákveðið geymsluport fyrirtækisins. Ástæða þessa er að bílar eru skildir eftir hér og þar á númerum um lengri eða skemmri tíma. Nokkur dæmi eru um það að bílar séu líka án númeraplatna þegar þeir eru fluttir af brott.

Öryggisbelti virka ekki sem skildi í Polo

Fram er kominn galli í öryggisbeltum í nýjustu gerð Volkswagen Polo og ætla framleiðendur bílanna að innkalla þessa gerð á næstunni. Forsvarsmenn Volkswagen segjast alltaf setja öryggið á oddinn og harma þennan galla sem fram er kominn.

Sala á nýjum bílum gæti dregist verulega saman

Vegna ákvörðunar Evrópusambandsins um nýjan mengunarmælikvarða, sem taka eiga í gildi 1. september, stefnir allt í að innfluttir bílar hækki á bilinu 10-15%. Bílagreinasamband Íslands hefur nú þegar þrýst á íslensk stjórnvöld að gera ráðstafanir til að draga úr fyrirsjáanlegri hækkun. Það hefur Evrópusambandið einnig gert og hefur hvatt aðildarríki þess að draga úr fyrirhuguðum hækkunum.

Enn ein hlaðan á landsbyggðinni tekin í notkun

ON og N1 hafa tekið í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Sauðárkróki. Hlaðan er sett upp með styrk frá Orkusjóði og í samstarfi við Vistorku, samstarfsvettvang norðlenskra sveitarfélaga og Norðurorku að ýmsum umhverfismálum. Þetta er 31. hlaðan sem ON hefur sett upp víðsvegar um landið og sú áttunda sem er á þjónustustöð N1.

Bílatryggingar hækka langt umfram verðlag

Töluverðar umræður hafa verið að undanförnu um miklar verðhækkanir sem hafa orðið á bílatryggingum síðustu ár. Í könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét vinna hafa bílatryggingar hækkað um 24% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,38% og er þetta því um 16,5% hækkun umfram almennar verðlagshækkanir.

Færanleg skoðunarstöð fullbúin tækjum

Á næstu dögum verður kynnt til leiks ný glæsileg færanleg skoðunarstöð. Aðalskoðun mun á fimmtudag í næstu viku taka í notkun slíkan búnað sem er fullbúin tækjum sem þarf til að skoða fólksbíla. Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl.