09.10.2024
Lögreglan á Suðurlandi vill taka fram að hún er ekkiI að sekta ökumenn bifreiða, sem eru komnar á nagladekk, þótt slík dekk séu almennt aðeins leyfð frá 1. nóvember til 15. apríl.
10.10.2024
Brimborg ehf, sem rekur bílaleigu, þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs stöðugjöld leigutaka sinna í bílastæðahúsinu við Hafnartorg samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn er athyglisverður fyrir margar sakir en nú geta bílaleigur gert leigutökum kleift að komast hjá greiðslu gjalda sem aðrir þurfi að greiða.Þetta er meðal þess sem kemur fram á visir.is og dv.is í umfjöllun um málið.
04.10.2024
Tölur sem þýska tryggingasambandið (GDV) birti sýna að 14.585 ökutæki með altryggingu voru teknir ófrjálsri hendi árið 2023, sem er næstum 20 prósenta aukning frá fyrra ári. Félags þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, prófaði um 700 bíla og aðeins undir 10% stóðust próf gegn sviðsettum innbrotum. Félagið mælir með virkjun öryggiskerfa.
03.10.2024
Maskína hefur frá ársbyrjun 2018 kannað hug landsmanna til Borgarlínu. Nokkuð hefur dregið úr stuðningi við verkefnið frá upphafi mælinga en samkvæmt nýjustu Maskínukönnun nú í september eru 37% landsmanna hlynnt Borgarlínu og um þriðjungur andvígur.
03.10.2024
Bygging nýrrar Ölfusárbrúar hefur verið í umræðunni að undanförnu og virðist sem svo að bygging hennar sé í uppnámi. Ein ástæðan er sú að illa gengur að mæta því skilyrði Alþings að veggjöld standi undir kostnaði.
02.10.2024
Sala á Volvo Cars jókst um 1% milli ára í september og nam 62.458 bílum, sagði sænski bílaframleiðandinn á miðvikudag á sveiflukenndum og óvissutímum á markaði.
02.10.2024
Yfir þriðjungur Dana getur ekki hlaðið rafbíl við heimili sitt. FDM stingur upp á "hleðslurétti" að norskri fyrirmynd, sem tryggir rafbílaeigendum rétt til að setja upp eigin eða sameiginlegar hleðslustöðvar heima.
01.10.2024
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur aukið markaðshlutdeild sína í Svíþjóð á þessu ári þrátt fyrir vinnudeilur sem hafa beinst að fyrirtækinu í næstum heilt ár, samkvæmt gögnum um bílasölu frá Norðurlöndunum sem birtust í upphafi vikunnar.
01.10.2024
Hleðslustöðvar Orku náttúrunnar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni og eru þær fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða settar upp í haust.
30.09.2024
Kínverski bílaframleiðandinn BYD hefur tilkynnt um innköllun á næstum 97.000 rafbílum vegna framleiðslugalla í stýrisstjórnbúnaði sem gæti valdið eldhættu. Innköllunin nær til Dolphin og Yuan Plus rafbíla sem voru framleiddir í Kína á tímabilinu nóvember 2022 til desember 2023. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínverska markaðseftirlitinu (SAMR) sem var birt var um helgina.