Fréttir

Fyrst um sinn engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun

Tími nagladekkjanna er liðin en samkvæmt reglugerð er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. Því er sá tími runninn upp að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.

Umferðin á Hringveginum að aukast

Umferðin á Hringvegi í mars jókst um nærri 23 prósent frá mars í fyrra en þá hafði kórónufaraldurinn dregið mjög mikið úr umferð. Frá áramótum hefur umferðin aukist um sjö prósent og frá áramótum er aukning í öllum landssvæðum utan Suðurlands þar sem umferð dregst saman. Má það væntanlega rekja til samdráttarins í ferðamennskunni.

Færð og veður - beint í bílinn

Færð og veður – beint í bílinn var heiti morgunfundar Vegagerðarinnar sem var í beinu streymi í morgun. Þar var kynnt hvernig upplýsingar um færð og ástand vega verða gerðar aðgengilegar alþjóðlegum leiðsöguþjónustum en Vegagerðin hefur nú hafið útgáfu þessara upplýsinga á DATEXII (Datex2) staðli Evrópusambandsins.

Eðlilegast að bera lækkun umferðarhraða undir í kosningum svo fólk hefði val

Í vikulegu fréttabréfi borgarstjórans í Reykjavík kemur fram að lækkun hraða innan borgarmarkanna geti skapað allt að 40% samdrátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km. Fram kemur í fréttabréfi borgarstjórans að þetta séu mikilvægar upplýsingar og eiga að leggja grunn að frekari hraðalækkunum innan borgarinnar eins og aðrar borgir sem við berum okkur saman við eru að gera.

Umferðin í mars á höfuðborgarsvæðinu mun meiri en í fyrra

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars var miklu meiri en hún var í sama mánuði fyrir ári síðan, eða nærri 25 prósentum meiri. En hinsvegar rúmu prósenti minni en árið 2019. Heldur meiri takmarkanir voru í gangi stærstan hluta mars í fyrra en í ár. Draga má þá ályktun að Íslendingar séu farnir að aðlagast ástandinu og umferðin taki mið af því, meiri en í byrjun faraldurs en heldur minni en fyrir hann að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Þverun Þorskafjarðar gríðarleg samgöngubót

Forstjóri Vegagerðarinnar og framkvæmdastjóri Suðurverks hf. rituðu undir verksamning um þverun Þorskafjarðar á Vestfjarðavegi (60) um Gufudalssveit fimmtudaginn 8. apríl. Verkið felur í sér þverun Þorskafjarðar og er liður í lúkningu umfangsmikillar vegagerðar á sunnanverðum Vestfjörðum undanfarin ár. Suðurverk hf. átti lægsta tilboðið í verkið.

Tesla Model 3 mest seldi rafbíllinn

Tesla Model 3 var söluhæsti rafbíllinn á síðasta ári en þessi tegund seldist í tæplega þrjú hundruð þúsund eintökum. Þetta er þriðja árið í röð sem Tesla Model 3 trónir í efsta sætinu og er uppgangur fyrirtækisins einstakur.

Samdráttur í nýskráningum um 15,8% á fyrstu þremur mánuðum ársins

Samdráttur í nýskráningum fólksbíla nam 15,8% fyrstu þrjá mánuði ársins saman borið við sömu mánuði á síðasta ári. Nýskráningar voru alls 2.089 bifreiðar. Þess má geta að nýskráningar í mars einum voru 956 sem er 11,3% færri skráningar en í sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu.

Brú yfir Fossvog - hönnunarsamkeppni

Ríkiskaup fyrir hönd Vegagerðarinnar býður til opinnar hönnunarsamkeppni, sem er framkvæmdasamkeppni, um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog fyrir almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi ásamt stígum, akreinum og umhverfi að brúnni innan samkeppnissvæðis. Ríkiskaup heldur utan um hönnunarsamkeppnina í TendSign.

KIA EV6 – dregur allt að 510 km á einni hleðslu

Mikil eftirvænting ríkir fyrir komu hins nýja rafbíls Kia EV6 sem var frumsýndur í dag. Þessi spennandi og sportlegi jepplingur dregur allt að 510 km á einni hleðslu.Kia EV6 er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia.