Fréttir

Umferðin 2% minni en í sömu viku fyrir ári síðan

Umferðin í síðustu viku reyndist einungis tveimur prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Þannig dregur verulega úr samdrætti milli ára og virðist því sem umsvifin í þjóðfélaginu séu að verða svipuð og áður þrátt fyrir verulegar samkomutakmarkanir og fáa ferðamenn. Sé tekið mið af því hversu mikið er ekið af því kemur fram í tölum frá Vegagerðinni

Nýr EQA rafbíll frumsýndur á heimsvísu

Nýr Mercedes-Benz EQA rafbíll sem beðið hefur verið eftir var heimsfrumsýndur fyrir helgina en bíllinn var frumsýndur á öllum mörkuðum í gegnum stafræna miðla. Mercedes-Benz sýndi hugmyndaútgáfu bílsins í Frankfurt árið 2017 og mikil eftirvænting hefur ríkt eftir komu bílsins enda er hann í stærðarflokki sem nýtur mikilla vinsælda um allan heim.

Óvissu eytt um framtíð bílaverksmiðju Nissan í Sunderland

Nú hefur það verið staðfest að bílaverksmiðja japanska bílaframleiðandans Nissan verður áfram starfrækt í Sunderland. Óvissa ríkti um framtíð verksmiðjunnar vegna úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu en gera þurfti ákveðnar breytingar sem gripið hefur til svo starfsemi gæti haldið áfram í Englandi. Starfsmenn Nissan í Sunderland eru um sjö þúsund.

Hyundai i10 og Kia Sorento fá viðurkenningar

Breski bílavefurinn What Car? veitti á dögunum tveimur bílategundum viðurkenningu. Annars vegar var um ræða Hyundai i10 og Kia Sorento.

Vegagerðinni borist tilkynningar um tjón á 108 bílum

Vegna blæðinga á klæðingu þjóðveginum á vegakaflanum frá Borgarnesi að Öxnadalsheiði í desember sl. hefur Vegagerðinni borist tilkynningar um tjón á 108 bílum. Áætlaður kostnaður Vegargerðinnar er um níu milljónir en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Vegagerðin bætir tjón og þrif sem bílarnir urðu fyrir.

Þverun Þorskafjarðar boðin út á næstunni

Stefnt er að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar í næstu viku en nýverið náðist samkomulag við landeigendur í Þorskafirði. Verkið ber heitið Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnastaðir-Þórustaðir. Í því felst nýbygging Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla við austanverðan Þorskafjörð.

Verðskrá sem tekur mið af breyttri hleðsluhegðun rafbílaeigenda

Orka náttúrunnar hefur gefið út nýja verðskrá sem tekur mið af breyttri hleðsluhegðun íslenskra rafbílaeigenda og aukinni afkastagetu hleðslustöðva. Fram kemur í tilkynningu að til þessa hefur verðskráin verið óhagstæðari fyrir eldri bíla sem þurft hafa lengri tíma til að hlaða en meðal breytinga er að nú er ekkert mínútugjald tekið í hraðhleðslum ON og aðeins greitt fyrir kWst.

BL innkallar 86 Land Rover bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Land Rover Discovery Sport MHEV og Range Rover Envoqe MEHV bifreiðar af árgerð 2019 - 2020.

Úttekt gerð á starfsemi Vegagerðarinnar

Alþingi samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæðum að fela rík­is­end­ur­skoðanda að gera út­tekt á starf­semi Vega­gerðar­inn­ar í sam­ræmi við skýrslu­beiðni nokk­urra þing­manna. Sara Elísa Þórðardótt­ir, þingmaður Pírata er fyrsti flutn­ings­maður skýrslu­beiðninn­ar. Rík­is­end­ur­skoðandi mun því ráðast í fjár­hags- og stjórn­sýslu­út­tekt á Vega­gerðinni og skila skýrslu að þeirri vinnu lok­inni.

Nýskráningar 285 fyrstu tvær vikur ársins

Nýskráningar fyrstu tvær vikurunar þessa árs eru 285 sem er um 9,8% samdráttur miðið við sama tímabil í fyrra. Toyota er sem fyrr með flestar nýskráningar, alls 51. Mitsubishi kemur er í öðru sæti með 34 bíla og Kia með 29 bíla í þriðja sætinu.