P-merki á útlensku
Evrópa
FIA heldur úti vefsíðu til að upplýsa fatlaða ferðamenn, í því skyni að auðvelda ferðalög þeirra um alla Evrópu
Einnig getur þú prentað út P merki á tungumáli sem er í því landi sem þú ætlar að heimsækja. sjá hér:
The FIA Guide for the disabled traveller
USA
Til að fá bílastæðaleyfi í Bandaríkjunum skaltu hafa samband við the Department of Motor Vehicles (DMV) í því fylki sem þú ætlar að heimsækja. Þeir eiga að geta leiðbeint um umsóknar ferlið. Reglur um bílastæði eru settar af hverju fylki fyrir sig og því mikilvægt að kanna sérstakar kröfur hvers áfangastaðar.
Dæmi um mismunandi reglur milli fylkja Bandaríkjanna:
Kalifornía: Tekur við erlendum fötlunarleyfum en ráðleggur gestum að sækja um tímabundið leyfi á staðnum.
Flórída: Viðurkennir erlend fötlunarleyfi og gerir handhöfum bláa bílastæðaleyfis kleift að nota tilgreind bílastæði.
New York: Tekur ekki við erlendum fötlunarleyfum; gestir verða að sækja um tímabundið leyfi.
Texas: Leyfir erlend leyfi til skammtímanotkunar en leggur til að fá sér leyfi gefið út af ríkinu.
Illinois: Krefst tímabundins leyfis frá ríkinu til að nota bílastæðastæði fyrir fatlaða löglega.