FÍB Aðstoð

 

FÍB félagsmenn hafa aðgang að FÍB Aðstoð vegþjónustu 365 daga ársins
Aðstoðarbeiðnir fara í gegnum aðstoðarsíma FÍB Aðstoðar - 5 112 112. Vakt er við aðstoðarsímann allan sólarhringinn.

  • Rafmagn
    Ef bílinn verður straumlaus, t.d á köldum vetrarmorgni er veitt aðstoð við að koma bílnum í gang.
  • Bensín 
    Ef bíllinn er bensínlaus fæst aðstoð og brúsi með 5 lítrum af bensíni eða olíu (viðskiptavinur borgar aðeins eldsneytið).
    Nóg til að komast á næstu bensínstöð.
  • Dekk
    Ef dekk springur og dekkjaskipti eru vandamál, t.d ef vantar tjakk eða felgulykil kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.
  • Dráttarbíll
    Félagsmaður á rétt á einum dráttarbíl frítt milli kl. 8 - 17 virka daga á aðildar ári viðkomandi innan þjónustusvæðis. Ef þjónusta dráttarbíls er veitt utan dagvinnu þá greiðir félagsmaður yfirvinnuálag sjálfur.
  • Hleðsluflutningur
    Verði rafbíllinn straumlaus þá geta FÍB félagar fengið bílinn fluttan að næstu hleðslustöð eða að heimili félagsmanns, innan þjónustusvæðis, eftir því hvort er nær. Ef rafbíll er fluttur utan dagvinnu þá greiðir félagsmaður yfirvinnuálag

Starfsmenn FÍB Aðstoð geta ekki gert við ökutækið ef um bilun er að ræða en eru til ráðgjafar svo að ökutækið komist undir hendur fagmanns. 
Aðgangur að FÍB Aðstoð gerist sólarhring eftir að félagsgjald eru greitt. 

 

Þjónustusvæði  Skilmálar  Gerast félagsmaður