Hagsmunagæsla

Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu.

Bifreiðaeigendur á Íslandi bera háa skatta en áratuga barátta FÍB hefur skilað árangri í átt að sanngjarnari skattheimtu. Meðal baráttumála sem FÍB hefur náð fram má nefna niðurfellingu útvarpsgjalds af bifreiðaútvörpum, niðurfellingu söluskatts af tryggingum, lækkun bensíngjalda af eldsneyti.FÍB hefur frá stofnun beitt sér fyrir betri vegasamgöngum og öryggismálum umferðarinnar bæði með betri skoðun farartækja og almennu öryggi ökumanna og farþega í bifreiðum. Vakandi auga er haft með umhverfismálum og náið fylgst með tækniframförum sem eru til hagsbóta fyrir bifreiðaeigendur. Hagsmunasamtök bifreiðaeigenda verða stöðugt að halda vöku sinni því ásælni stjórnvalda í að ná hærri skatttekjum af bifreiðaeigendum virðast engar skorður settar.