Alþjóðlegt ökuskírteini

http://www.fib.is/myndir/OKUSKIRTEINIPASSAMYND.jpg

 

Íslensk ökuskírteini, eins og þau líta út í dag, eru viðurkennd til aksturs innan EES landanna auk Bretlands og Sviss (að teknu tilliti til reglna hvers lands um lágmarksaldur og einnig þarf sérstök réttindi til aksturs í atvinnuskyni). Þetta á við hvort sem viðkomandi dvelur sem ferðamaður í viðkomandi ríki eða tekur upp fasta búsetu í því. Þó mælum við sértaklega með að fá sér Alþjóðlegt ökuskírteini í austur Evrópu. 

Alþjóðlegt ökuskírteini má gefa út til þess sem hefur gilt íslenskt ökuskírteini og er orðinn 18 ára. Skírteinið gildir í ár frá útgáfudegi þess og tekur einungis til ökutækja sem hlutaðeigandi hefur rétt til að stjórna samkvæmt hinu íslenska ökuskírteini. Alþjóðlega ökuskírteinið er staðfesting og í leiðinni þýðing á íslenska ökuskírteininu. Alþjóðlega ökuskírteinið dugar ekki eitt og sér heldur þarf ávallt að framvísa íslenska ökuskírteininu og alþjóðlega ökuskírteininu saman. 

Alþjóðlega ökuskírteinið inniheldur auðkenni þitt á níu tungumálum ( íslensku, ensku, spænsku, rússnesku, grísku, ítölsku, þýsku, arabísku og frönsku.).

 Ekki er hægt að sækja alþjóðlegt ökuskírteini fyrir annan aðila hjá FÍB, Sýslumenn á landsvísu afgreiða alþjóðlegt ökuskírteini fyrir þá sem ekki eiga kost á að nálgast það sjálfir, t.d vegna dvalar erlendis.   https://island.is/althjodlegt-okuskirteini

Umsækjandi verður að vera orðin 18 ára til að geta fengið útgefið Alþjóðlegt ökuskírteini. Ekki er hægt að fá alþjóðlegt ökuskírteini ef viðkomandi er einungis með bráðabirgðar akstursheimild.

ATH. Stafrænt ökuskírteini gildir eingöngu á Íslandi og því þarf að hafa hefðbundið skírteini með.

 

SÆKJA UM ALÞJÓÐLEGT ÖKUSKÍRTEINI

 

Utan landa Evrópska efnahagssvæðisins eru reglur um viðurkenningu mismunandi. Í mörgum ríkjum er það viðurkennt til aksturs þegar viðkomandi dvelur þar sem ferðamaður. Nær undantekningalaust þarf viðkomandi að skipta í þjóðarskírteini viðkomandi ríkis taki hann upp fasta búsetu þar. Leiki vafi á hvort íslenskt ökuskírteini er viðurkennt til aksturs þegar viðkomandi dvelur sem ferðamaður í ríkinu er öruggast að hafa auk þess alþjóðlegt ökuskírteini (sýslumenn og FÍB gefa út alþjóðlegt ökuskírteini og er það gefið út til eins árs). Mjög mismunandi er eftir bílaleigum hvort þær biðja um alþjóðlegt ökuskírteini. 

Ákvæði um alþjóðleg ökuskírteini má sjá í samningi gerðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um umferð á vegum, sem birtur var í C-deild Stjórnartíðinda sem auglýsing nr. 9 25. júlí 1983.

Alþjóða ökuskírteinið er viðurkennt í 100 löndum að Kína, Brasilíu, Jemen, Kambodíu, Moldavíu og e-h Afríkulöndum að undanskildu. 

Florída:

Lögð er áhersla á að erlendir gestir í Florida séu með gild ökuskírteini frá sínu heimalandi en alþjóðlegt ökuskírteini er ekki skylda. Yfirvöld í Florida og FÍB mæla þó sterklega með alþjóðlegu ökuskírteini.

Yfirvöld í Florida fresta fullnustu á kvöðum um alþjóðlegt ökuskírteini

Nánar um International Driving Permit