Ferðalög

Triptik leiðbeiningar 

FÍB og AAA systurfélag FÍB í Bandaríkjunum hafa gert með sér samning um að veita félagsmönnum FÍB aðgang að vegvísir "Trip Tik". Fyrir utan að geta prentað út vegakort og leiðarlýsingu þá er hægt að merkja eftirfarandi inn á kortið, hótel, veitingahús, áhugaverða staði, viðburði, tjaldstæði.

Trip Tik gefur þér einnig upplýsingar um hvar þú getur fengið afslátt út á FÍB félagsskírteinið. Aftan á skírteininu þínu er merki Show your Card & Save, sem staðfestir réttindi þín á afslætti, þar sem þú sérð þetta merkið í Bandaríkjunum

Fyrir félagsmenn sem hafa hug á að bóka hótel í Bandaríkjunum með afslætti, þá býður AAA systurfélag okkar upp á sameiginlegt bókunarsímanúmer fyrir öll hótelin 00 1 866 222 7283, þetta símanúmer er grænt númer ef hringt er innan Bandaríkjanna, ef hringt er frá Íslandi þá greiðir félaginn innanlandssímtal en AAA systurfélagið okkar í Bandaríkjunum greiðir mismuninn.

Einnig er hægt að bóka á netinu þá er best að fara á www.hotelkeðjunafnið.com/aaa þ.e.a.s. www.bestwestern.com/aaa eða www.hilton.com/aaa o.s.frv.

Á skrifstofum AAA og CAA systurfélögum okkar geta félagsmenn fengið ferðaráðgjöf og ókeypis vegakort, ferðabækur og tjaldstæðabækur gegn framvísun félagsskírteinis.

Ef þú hyggur á akstur í Bandaríkjunum er ráðlagt að hafa Alþjóðlegt ökuskírteini meðferðis ásamt upprunalegu ökuskírteini. FÍB gefur út Alþjóðleg ökuskírteini á meðan þú bíður.

Nánari uppl. varðandi þjónustu hjá AAA http://www.aaa.com/PPInternational/International.html