Hjól í huga

http://www.fib.is/myndir/hjolihugakristin.jpg 

FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland fer FÍB fyrir umferðaröryggisátakinu Hjól í huga. Kynningin á átakinu er árlegt fór fram í starfsstöð FÍB og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliðihöfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. 

Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB hefur fengið gert. Það sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi.   

Myndbandið vakti talsverða athygli fjölmiðla þegar verið var að taka það í miðbæ Reykjavíkur og er þess vænst að fullgert veki það og boðskapur þess ekki síður athygli..

Meginmarkmið átaksins Hjól í huga er að efla vitund ökumanna um hjólafólkið í umferðinni – hina óvörðu vegfarendur á reiðhjólum og vélhjólum. Myndbandið sýnir mann á reiðhjóli sem allir taka strax eftir vegna þess að hann er nakinn. Maður á hjóli á ekki að þurfa að vera nakinn til að aðrir vegfarendur taki eftir honum. En nektin undirstrikar jafnframt  hversu viðkvæm hin óvarða manneskja er í umferðinni og hversu lítið má út af bera til að hún verði fyrir líkams- eða jafnvel fjörtjóni. Þetta skyldu ökumenn hafa í huga, en líka og ekki síður hjólreiðamennirnir sjálfir.

Myndbandið hefur verið sýnt á íslenskum sjónvarpsstöðvum. Jafnframt eru í dreifingu 50 þúsund litlir gulir sjálflímandi viðvörunarþríhyrningar til að líma á baksýnisspegla bíla eða annarsstaðar í sjónsviði ökumanna til að minna hina akandi á að hafa hjólin í huga. Fyrstu límmiðarnir sem voru settir í bíla á Íslandi voru límdir í þá í lok fundarins.

Upphaflega fæddist hugmyndin að átakinu hjá breskum vegaþjónustutmanni, sarfsmanni AA, hins breska systurfélags FÍB. Vegaþjónustumaðurinn fékk hugmyndina að átakinu eftir að mótorhjólahjólamaður, kunningi hans, hafði látið lífið í umferðarslysi. AA stóð síðan að fyrsta Think Bike! umferðarátakinu sem hófst í marsmánuði í fyrra. Átakið vakta mikla athygli í Bretlandi og í framhaldinu tóku heimssamtök bifreiðaeigendafélaga, FIA hugmyndina upp á sína arma og styðja við Think Bike! herferðir um allan heim.

Daninn Jacob Bangsgaard er framkvæmdastjóri FIA í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Hann segir að Hjól í huga (Think Bike) átakið sé einstakt að því leyti hversu vel það nær að skila hinum mikilvæga boðskap sínum til almennings með góðri blöndu kímni, einfaldleika og alvöru. Það minni ökumenn á að muna alltaf eftir hinum viðkvæmu vegfarendum í umferðinni, ekki síst í þéttri umferð miðborganna þar sem allt að þriðjungur vegfarenda eru á ferðinni á reiðhjólum og vélhjólum. 

ÞETTA ER ÁMINNING TIL ÞÍN UM AÐ NOTA SPEGLANA OG GLEYMA EKKI 
REIÐHJÓLUNUM OG VÉLHJÓLUNUM   

Límmiða er hægt að nálgast hjá FÍB, Skúlagötu 19, Reykjavík

Límmiðana má setja á útispeglana, á hurðaklæðninguna, 
hliðarrúðurnar eða á mælaborðið.Reiðhjólamiðinn á að vera farþegamegin 
en mótorhjólamiðinn ökumannsmegin. 
Athugið! Staðsettu ekki límmiðann þar sem hann kann að skerða útsýni þitt 
eða hylja hverskonar viðvörunarmerki t.d. frá blindsvæðisskynjara. 

Umferðaröryggisátak FÍB 
í samstarfi við Hjólabætum Ísland 

Nánari upplýsingar 
Bogi Auðarson bogi@fib.is 
4
14-9989