Alþjóðlegt tjaldsvæðaskírteini

http://www.fib.is/myndir/2015tjaldbudar.jpg

 

Carnet-Camping International (CCI)

CCI skírteinið er oft forsenda dvalar á tjaldsvæðum erlendis og hefur þann kost í för með sér að ekki þarf að láta eigið vegabréf af hendi við skráningu inn á tjaldsvæðið Ath: Númer vegabréfs og útgáfudags. þarf að skrá í tjaldbúðaskírteinið. 

CCI alþjóða tjaldbúðaskírteini FÍB veitir allt að 40% afslátt frá skráðu gjaldi á 3078 tjaldstæðum í 40 löndum.

CCI gildir ekki í USA né Kanada.

CCI skírteinið gildir í 12 mánuði frá útgáfudegi.  CCI skírteinið eykur traust rekstraraðila tjaldsvæðis á handhafa þess, vegna tryggingar gegn þriðja aðila sem er innifalin í skírteininu.  Á meðan á dvöl á tjaldstæði stendur nýtur skírteinishafi og fjölskylda hans allt að 11 manns tryggingar gegn tjóni sem þau kunna að valda.

Félagsmenn eiga kost á að fá CCI alþjóðlega tjaldbúðaskírteinið á skrifstofu FÍB gegn 2.000 kr. gjaldi eða ganga frá kaupum í vefverslun FÍB.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á tjaldbúðarskírteininu.  

Kennitala: 
Nafn: 
Heimilisfang: 
Fæðingardagur: 
Fæðingarstaður: 
Vegabréfanúmer:   (t.d A2261167)
Vegabréf útgefið dags: 
Vegabréf hvar útgefið: (t.d Reykjavík)

Sjá yfirlit yfir tjaldstæðin o.fl. á upplýsingasíðu CCI hér fyrir neðan.   Þar getur þú séð hvaða tjaldstæði er næst þér með því að fara í "Campsite search" og smella á "Near me" en til að geta skoðað nánar um tjaldsvæðið þá þarftu að vera skráður inn. Einnig getur þú hlaðið niður pdf. skjali með því landi sem þú velur.   Þegar þú hefur keypt þér CCI kort, er ekkert því til fyrirstöðu að skrá sig inná síðuna.  Ath. að kortið gildir í eitt ár, þannig að í reitinn þar sem stendur "Your CCI card acquisition date" á að setja útgáfu dagssetninguna og í reitinn "Your CCI card validity date" dags. sem stendur á skírteininu.

Nú er einnig hægt að ná í CCI app á Apple Store og Google Play, það er þægilegra viðmót í símann. 

Upplýsingasíða Carnet-Camping International

Kaupa kort