Low Emission Zones



„Low Emission Zones“ í Evrópu
– LEZ (mengunar takmörkunar svæði)

Í 200 borgum og bæjum í 10 löndum Evrópu eru mengunar takmörkuð svæði „Low Emission Zones“ (LEZ). Svæði þar sem mest mengandi bílum eru einhver takmörk sett. Ef mengun bíla fer yfir ákveðin takmörk, er bílum er jafnvel bannað eða í sumum tilfellum er rukkað fyrir þá sem fara inná LEZ svæði.
Ef þú er að skipuleggja ferðalag með þinn eigin bíl er mikilvægt að vita hvar þessi LEZ svæði eru og hvaða tegundir af bílum þessi mengunar takmörkun á við og hvers er krafist.

Flest LEZ svæði setja takmarkanir á bíla sem eru þyngri en 3.5 tonn, en í Þýskalandi og Ítalíu nær þessi mengunar takmörkun einnig yfir fólksbíla.
„Low Emission Zone“ eru einnig kölluð „Envionment Zones“
- Umweltzonen ( á þýsku)
- Milieuzones ( á hollensku)
- Lavutslippssone (á norsku)
- Miljozone (á sænsku)
- Zona traffico limitato (á ítölsku)   

Hér fyrir neðan getur þú leitað nánari upplýsinga.
Mengunarreglur fyrir þéttbýli í Evrópu,  opinbera síða Low Emission Zones á vegum Evrópusambandsins er alltaf með nýjustu upplýsingarnar sem bílstjórar þurfa að vita um LEZ, hvað kostar, hvar er hægt að kaupa LEZ miða og kort yfir öll LEZ svæði og ástæðu þess af hverju þessi mengunarskattur er settur á.

LEZ miðar kosta 5 – 15 evrur. Sekt fyrir að hafa ekki LEZ miða í framrúðunni er 80 evrur.
Það er hægt að kaupa LEZ miða í Þýskalandi á öllum TUV Skoðunarstöðvum gegn framvísun skráningarskírteinis bílsins.


Hér er Low emission zones síðan í Þýskalandi
Í Þýskalandi þarf að hafa LEZ miða á öllum bílum sem fara inní Berlin, Hannover, Breman og Leipzig hvort sem um diesel eða bensínbíl er að ræða.


Low emission zones“ á Ítalíu

Á Ítalíu eru miðhlutar margra borga eða einstaka götur merktar með merki, eins og sjá má hér fyrir ofan "Zona traffico limitato" kl.8-18, þá er í flestum tilfellum einungis leyfð umferð íbúa hverfisins eða götunnar. Flest hótel geta aðstoðað ferðamenn við að fá sérstakt leyfi ef þörf krefur,


"Low emission zones" í London
Ef ferðinni er heitið til London með bílinn þá þarf að skrá hann 14 dögum áður í gegnum eftirfarandi síðu. 

 

Low emission zones“ í Barcelona

Erlent farartæki geta ekki fengið umhverfismiða í Barcelona