Stöðvarnar eru ýmist með tvo eða þrjá staðla uppsetta: CHAdeMO, Combo og AC43 staðlana sem henta fyrir ýmsar tegundir bíla t.d. Nissan Leaf, Golf og Renault. Fyrir bílategundir sem henta ekki staðlinum er í einhverjum tilvikum hægt að hlaða með sérstöku millistykki, t.d. Tesla.
CHAdeMO; Hleðslutími 0 - 80%, 20 - 30 mínutur (100-125A) Nissan, Mitsubishi, Peugeot iOn, Citroen C-ZERO og Tesla Model S með sérstöku millistykki
Ef þú hyggst fá þér rafbíl eða hefur jafnvel pantað hann, þá eru hér fáeinar upplýsingar um nokkrar gerðir hleðslutengla og hvaða bílum þeir hæfa.
Venjuleg hleðsla (riðstraumstengill)
Mennekes: Þetta er staðaltengillinn sem fylgir velflestum rafbílum og dugar til að hlaða bílinn frá tenglum fyrir stærri heimilistæki eins og t.d. þvottavélar. .
Tesla tengill: Þetta er nauðsynlegt millistykki til að geta hlaðið bílinn frá venjulegum heimilisrafstraumi. Tenglarnir í Teslabílum eru alltaf búnir sérstökum Tesla-tengli sem einungis gengur að hleðslustöðvum Tesla. Millistykki þarf til að tengja bílana við annarskonar hleðslutengla og -búnað.
Schuko: Instungukló sem gengur í venjulega heimilistengla.
Hraðhleðsla (Jafnstraumshleðsla)
CHAdeMO
Algengur tengibúnaður í japönskum rafbílum:
Nissan Leaf
Peugeot iOn
Citroen C-zero
Mitsubishi i-Miev
Mitsubishi Outlander PHEV
Hyundai
Kia Soul EV.
CCS (DC Combo-jafnstraumshleðsla) Þessi tengibúnaður er algengur í þýskum rafbílum:
Volkswagen E-up / e-Golf
BMW
Chevrolet Volt
AC high-speed plug - Háhraðatengi fyrir jafnstraum Þennan tengil er helst að finna í rafbílum á Frakklandsmarkaði.
Renault Zoë
Tesla
Smart Electric Drive
BYD E6.
Teslabílar þarfnast sérstaks tengibúnaðar fyrir hraðhleðslu upp að 11 eða 22 kW. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðilum Tesla.
Tenglar fyrir jafnstraums-hraðhleðslu þurfa að passa við innstungur hraðhleðslustöðvanna, Upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á stöðvunum sjálfum. Tenging er oftast mjög auðveld en stundum þarf að eiga millistykki (eins og fyrir Tesla). Sumar hraðhleðslustöðvar eins og þær af gerðinni Allego eru með þrenns konar tenglum:
Mælt er með að setja upp sérstakan tengil sem þolir hleðslu rafbíla og að hafa bílinn stakan á grein, þ.e. að hafa ekki aðra hluti í sambandi á sömu rafmagnsgreininni. Ekki skal nota fjöltengi eða framlengingarsnúrur. Tengillinn þarf að vera jarðtengdur og greinin þarf að hafa útsláttaröryggi og lekaliða.
Árgjaldið í FÍB er aðeins kr. 8.790. Skrifstofa FÍB sendir þér félagsgögn, þegar greiðsla hefur borist og þú getur byrjað að notfæra þér margvíslega þjónustu félagsins.