Hleðslustöðvar

Almenna reglan er sú að með Týpu 2 tengill geti hlaðið á allt að 7,36 kW í heima húsi. Þ.e. 230 volt x 32 amp = 7360 vött eða 7,36 kílóvött. En fer það eftir afköstum hleðslustöðvar hverju sinni. 

Ef heimilið eða vinnustaðurinn hefur þriggja fasa rafmagn þá getur Týpa 2 hlaðið á allt að 22 kW. En hleðsluhraði getur einnig stjórnast af getu bílsins til að taka við hleðslu.

Týpa 2 sem Tesla notast við virkar eins fyrir húsarafmagn (AC) en einnig getur tengið hlaðið mun hraðar á jafnspennu (DC). 

  

CHAdeMO

CHAdeMO er eins og CCS gerður fyrir DC hraðhleðslu. Þessi tengill er meðal annars notaður hjá Nissan, Mitsubishi ásamt eldri tegundum af rafbílum.

Fleiri framleiðendur virðast kjósa að notast við CCS tengilinn en CHAdeMO en einn helsti kostur CHAdeMO umfram CCS er að hann býður einnig upp á flutning á rafmagni frá bíl sem gæti til dæmis gagnast við að keyra umfram rafmagn inn á kerfi heimilisins. Þessi tengill er sjálfstæður og ekki samtengdur Týpu 2 eins og með CCS. 

 

Upplýsingarnar hér að ofan eru fengnar að láni frá Electic Car Home.

 

 

 

Aðrar gagnlegar vefsíður