USA


Þegar ferðast er til Bandaríkjanna er gott að vera félagi í FÍB.

Mundu eftir félagsskírteininu!

AAA systurfélag FÍB í Bandaríkjunum veitir margvíslega þjónustu og vildarkjör til félagmanna.

Ókeypis vegaaðstoð:
-Dráttarbíll (5 mílur ókeypis í Kaliforníu, en 3 mílur í öðrum fylkjum, umfram mílur greiðir félagsmaður)
-Dekkjaskipti
-Rafmagn
-Eldsneyti

Neyðarsímanúmer
1-800-AAA-HELP
(1-800-222-4357)

AAA „Offices to serve you“
Félagsmaður hefur aðgang að yfir 1100 skrifstofum AAA.  ÞjónustufulltrúarAAA aðstoða þig við að skipuleggja ferðalagið.  Hjá AAA er mikið úrval af ferðakortum og ferðabókum ásamt ferðavörum.  Hringdu í 411 til að fá staðsetningu AAA skrifstofu næst.

Félagsmenn geta fengið afslátt á 8.400 hótelum í Bandaríkjunum með því að hringja í bókunarsímann +1-866-222-7283. Afslátturinn miðast ekki við að greitt sé fyrirfram. Einkennisnúmer (Club code) fyrir FÍB er 378   Sjá nánar um hótelin.

Fleiri afslættir sem félagsmenn geta nýtt sér á ferðalagi í Bandaríkjunum.

Ef þú hyggur á akstur í Bandaríkjunum er ráðlagt að hafa Alþjóðlegt ökuskírteini meðferðis ásamt upprunalegu ökuskírteini. FÍB gefur út Alþjóðleg ökuskírteini á meðan þú bíður, nánar um Alþjóðlegt ökuskrírteini

Nánari uppl. varðandi þjónustu hjá AAA http://www.aaa.com/PPInternational/International.html