Hvað ber að skoða - tékklisti

Tékklisti fyrir notaða bíla

Hefur bílnum verið haldið sæmilega við?

1. Hvernig er lakkið? Rispur, dældir og beyglur, litarmunur

2. Er framrúðan órispuð, ósprungin og laus við skemmdir eftir grjótkast?

3. Ef rispur, sprungur og holur sjást í sjónsviði ökumanns er rúðan ólögleg og verður að skipta um hana.

4. Eru ökuljósin í lagi?

5. Eru gler ósprungin og óbrotin og speglar í aðalljósum í lagi.
    Gler í aðalljósum verða að vera heil og gagnsæ og speglar í aðalljósum ótærðir.

6. Virka öll ljós og flautan, handbremsan eðlilega?

7. Kviknar á öllum ökuljósum bæði að aftan og framan? Er flautan í lagi?

8. Opnast og lokast allar dyr, vélarhlíf og skottlok áreynslulaust?
    ef dyr, húdd og skottlok sitja skakkt í fölsunum, getur það verið merki um að bíllinn sé viðgerður eftir tjón.

9. Eru hjólbarðar jafn- eða misslitnir?
    Mynsturdýpt hjólbarða skal vera a.m.k. 1,6 mm til að þeir teljist löglegir. Misslitnir hjólbarðar á sama ási geta verið merki um slit í hjóla- og stýrisbúnaði       en í versta falli um að bíllinn hafi orðið fyrir tjóni. Vetradekk skulu hafa a.m.k. 3 mm djúpt dekkjamynstur til að teljast lögleg.

10. Er pústkerfið þétt?

11. Lekur olía úr vél eða gírkassa?
      Mældu olíustöðuna sem og stöðuna á kælivökva og hemlavökva þegar vélin er köld. 
      Ef staðan á þessum vökvum er lág, getur það verið vísbending um alvarlegar bilanir og dýrar viðgerðir.

12. Er rafgeymir hreinn og engar gráar útfellingar á pólunum sýnilegar?

13. Heldur bíllinn vatni?

14. Kannaðu hvort raki er í gólfi farþegarýmisins og í farangursgeymslunni. Kíktu undir motturnar.
      Athugaðu þetta aftur eftir að hafa reynsluekið bílnum.

15. Ryð?  Sjást ryðblettir á yfirbyggingunni – athugaðu sérstaklega undir hurðum, brettaköntum og í dyrafölsum.
      Líttu líka undir bílinn.

16. Eru öryggisbeltin í lagi og engar skemmdir sjáanlegar á þeim?

17. Fylgja varahlutir, öryggisþríhyrningur, varadekk/(kvoða). tjakkur og felgulykill.

18. Eru hnakkapúðarnir tryggilega fastir og óskemmdir?

19. Virkar fjórhjóladrifið, ef hann er 4x4.

20. Virkar útvarp/cd spilari

21. Er veð í bifreiðinni? 

22. Athuga hvort smurbók fylgir bílnum og hvort bíllinn hafi verið reglulega verið smurður ( 10-15þ km fresti, mismunandi eftir bílum) 

23. Skoðaðu síðustu aðalskoðun bifreiðarinnar, hvort einhverjar athugasemdir eru. 

24. Athugaðu gangverðið á sambærilegum bíl t.d. á bílasölur.is

REYNSLUAKSTUR

25. Fer vélin eðlilega í gang?

26. Vélin er heit. Verið getur að heit vél geti dulið erfiða kaldræsingu og óeðlileg hljóð í og eftir ræsingu.

27. Virkar stöðuhemillinn?
      Fer hemlafetillinn meira en hálfa leiðina í gólfið áður en hemlarnir grípa?
      Breytir bíllinn um stefnu þegar hemlað er?

28. Virka allir mælar og viðvörunarljós?

29. Rafmagns-rúðuvindur, samlæsing, fjarstýring á lykli, loftkæling, sóllúga, hliðarspeglar, afturrúðuhitari, sætahitarar o.fl.

30. Eru vélin laus við óeðlileg hljóð í akstri og í lausagangi?

31. Heyrist bank frá vélinni, málmskrölt eða glamur?

32. Heldur bíllinn stefnu á sléttum og beinum vegi?

33. Virkar kúplingin hljóðlaust og án þess að „snuða“ eða rykkja?

34. Gengur bíllinn létt og hljóðalaust í alla gíra í akstri? (beinskiptur bíll)?
      Skiptir sjálfskiptingin um gíra án rykkja og hljóðlaust?

35. Finnst titringur eða skjálfti í bílnum í akstri?

36. Virkar miðstöð, loftræsting og miðsstöðvarblásari?

Við mælum eindregið með því að fólk gangi aldrei frá kaupum á notuðum bíl fyrr en búið er að fara með hann í ástandsskoðun. Tékklistinn er hugsaður sem fyrsta skoðun. Ýmsir ágallar geta dulist þrátt fyrir að samviskusamlega sé farið eftir listanum og komið svo í ljós síðar þegar kaup eru um garð gengin.