Hjólbarðar

dekkesb
 
 

Útskýringar á dekkjamerkingum ESB

Merkingar fyrir hjólbarða sem hafa þann tilgang að hjálpa neytendum að velja réttu sumar- eða vetrarhjólbarðana eru orðnar að lögskyldu. Allir hjólbarðar skulu vera með nýju merkingunum og gilda þessi Evrópulög einnig á Íslandi.Lesa má reglugerðina hér.

Merkingunum er ætlað  að sýna skýrt og auðveldlega þau atriði sem mestu skipta þegar valin eru ný dekk undir bílinn, sem eru eldsneytiseyðsla (núningsmótstaða) hjólbarðanna, veggrip í bleytu og veggnýr mældur í decibelum. Eiga því allir nýir hjólbarðar að vera komnir með merkingar, en þær verða á áberandi límmiða sem festur er á hjólbarðana eða sýnilegar fyrir kaupandann á útsölustað. Merkingarnar verða að vera á reikningnum eða fylgja við kaup á dekkjum.  FÍB telur þessar merkingareglur vera af hinu góða og stuðla að betra öryggi neytenda í dekkjakaupum og vera góða viðbót við þær upplýsingar, sem stóru hjólbarðakannanirnar sem FÍB blaðið birtir hvert haust og vor, veita.

Það hefur vissulega verið þrautin þyngri eða jafnvel ómögulegt hingað til að lesa út úr merkingum á hjólbörðunum ýmsa eiginleika þeirra sem máli skipta fyrir hvern og einn kaupanda. Upplýsingar um marga eiginleika dekkja hefur hingað til nánast eingöngu verið að fá út úr dekkjaprófunum óháðra aðila. Nýju merkingareglurnar eru þannig góð viðbót við kannanirnar, því að eins og þær hafa sýnt, er munur á dekkjum. 

Merkingarnar eru auðlæsilegar enda byggjast þær á sömu hugsun og alþekktar merkingar á t.d. þvottavélum og fleiri heimilistækjum. Þær sýna einskonar þrepaskiptingu og hvað varðar eiginleika í bleytu þá táknar hvert þrep niðurávið aukna hemlunarvegalengd upp á allt að sex metra miðað við nauðhemlun á 80 km hraða. Munurinn á því hvort dekk sé að þessu leyti í A eða F þrepi þýðir þannig yfir 18 metra mun á hemlunarvegalengd.
Merkingarnar tóku gildi 1. nóvember 2012. 

http://www.fib.is/myndir/Dekkjamerking.jpg

 

 

Sparneytni – minna vegviðnám

  • Sterkust og veikust: A til G, sparar allt að 5 fulla 

    eldsneytistanka á endingartíma dekkjanna*

  • Samliggjandi flokkar: B og C, sparar 0,1 l/100 km*

Vegviðnám hjólbarða hefur áhrif á eldsneytisnotkun, endingartíma og losun koltvísýrings
vegna slits á dekkjum. Vegviðnám er 20% af eldsneytisnotkun bílsins. Þeim mun minna
vegviðnám, því minni eldsneytisnotkun.Munurinn á eldsneytisnotkun milli flokkanna (A-G)
er umtalsverður, eða um 0,6 l/100 km. Þau dekk sem hafa minna vegviðnám eru einnig
með 14g/km lægri útblástur á koltvísýringi. Á endingartíma dekkjanna er munurinn á
eldsneytisnotkun því 5 fullir eldsneytistankar (240 lítrar)
 

 http://www.max1.is/static/files/Tilbodsmyndir/copy-of-sparneytni.jpg

Veggrip í bleytu – aukið öryggi

  • Sterkasti og veikasti flokkur:

          A til F. Hemlunarvegalengd meira en 18 metrum styttri*

  • Samliggjandi flokkar: B og C:

          Hemlunarvegalengd styttri sem samsvarar einni bíllengd*

Fyrir sumardekk er grip í bleytu sérstaklega mikilvægt þegar kemur að öryggi.
Hjólbarðar með mjög góðu veggripi hafa styttri hemlunarvegalengd, rása minna
og gera stjórn ökutækis auðveldari. Merkingin gefur til kynna hemlunarvegalengd
dekksins á blautu malbiki á 80 km / klst. Sem dæmi getur munurinn á hemlunarvegalengd á milli flokks A og F verið 18 metrar, eða fjórar bíllengdir.
 
 

http://www.max1.is/static/files/Tilbodsmyndir/veghljod.jpg

Veghljóð – hljóðstyrkur

  • 3 svartar hljóðbylgjur = Fer yfir fyrirhuguð leyfileg mörk ESB (75 dB)
  • 2 svartar hljóðbylgjur = Samsvarar fyrirhuguðum leyfilegum (72dB) mörkum
  • 1 svört hljóðbylgja = Meira en 3 dB minni hljóðstyrkur en fyrirhugaðar reglugerðir ESB kveða á um (69 dB eða minna).)
Gildið fyrir veghljóð gefur til kynna þá hljóðmengun sem hjólbarðar valda. Það veghljóð sem ökumenn sjálfir heyra er ekki tekið með í reikninginn.
Auk veghljóðs, sem mælt er í desíbilum (dB), þarf merking að vera ein til þrjár svartar hljóðbylgjur í samræmi við tilskipun ESB sem tók í gildi nóvember 2012
 
  

 

M.v. 7l/100 km eldsneytisnotkun. Áætlaður árlegur akstur 15,000 km og að dekk endist 40,000 km. Þessi gildi eru mæld út frá prófunum EC/1222/2009.

*Í ESB-tilskipuninni um dekk er bæði sparneytni og veggrip í bleytu sett í flokk A-G. Flokkur D er ekki notaður í tengslum við sparneytni og fyrir veggrip í bleytu eru flokkar D og G ekki notaðir.         

Þýðing fengin frá Max1 http://www.max1.is/static/themes/2013/images/logo.png


1).  Burðargeta hjólbarða Hraðatafla hjólbarða

 

 2).  Bókstafurinn stendur fyrir byggingaraðferðina sem er beitt við uppröðun burðarlaga "R" stendur fyrir radíal
ef bókstafinn "R" vantar þá er um að ræða diagonal byggingu sem er nánast ekki að finna lengur í fólsbíladekkjum.

3).  Bókstafur fremst í talnaröðinni er eingöngu á ameríkumarkaði og táknar:
P = Fólksbílar og minni jeppar
LT = Sendibílar, pallbílar og stærri jeppar.

 

Söluaðilar ýmsa dekkjategunda

Sólning
Continental
Mastercraft
Hankook 
Nankang 
Kingstar
Dekkjahöllin
Yokohama
Marangoni
Sonar
Tempra
Wild Country
Bílkó
Bridgestone
Goodyear
Milestone
Hercules tires
Cooper tires
KLETTUR
Goodyear 
Dunlop
Sava 
Fulda 
Minerva
N1
Michelin
Cooper 
Kumho
Starfire
Fortuna
BJB
Vredestein
Federal tires
Firestone
Fulda
Nokian
Dekkjahöllin
Yokohama
Marangoni
Sonar
Tempra
Wild Country

Betra Grip
Blizzak loftbóludekk
Bnordic
Firestone

 

VDO
Winter Claw 
Sunny
BFGoodrich
Toyo
Kebek
Vaka
Falken 
Infinity
Sailun
Max1
Nokian 
Pirelli

 

Arctic Trucks
Dick Cepek 
Pro comp 
AT405 (eigin fram

 

Ávallt skal vita ástand hjólbarðana 
Hjólbarðarnir mynda einu snertingu bílsins við veginn og því er afar mikilvægt að þeir séu alltaf í góðu lagi og ættu ökumenn að athuga ástand þeirra reglulega. Meðal þess sem ber að huga að er hvort loftþrýstingur sé réttur miðað við stærð hjólbarðanna. Ef loftþrýstingurinn er annað hvort of mikill eða of lítill minnkar snertiflötur hjólbarðanna og um leið veggrip þeirra. Yfirleitt eru upplýsingar um réttan loftþrýsting að finna í handbók bílsins en einnig má spyrjast fyrir hjá þeim sem til þekkja svo sem hjá bifvélavirkjum, starfsmönnum hjólbarðaverkstæða eða skoðunarstöðva. Einnig er mikilvægt að jafn loftþrýstingur sé í hjólbörðunum, það er að segja að það sé sami þrýstingur í hvoru afturhjóli og sami þrýstingur í hvoru framhjóli. 

Bíleigendur verða að fylgjast með sliti á hjólbörðum bíla sinna enda minnkar veggrip þeirra við slit og þar með öryggið. Samkvæmt reglugerð má dýpt mynsturraufa í hjólbarða ekki vera minni en 1,6 mm. 

Lágmarks mynstursdýpt dekkja:

3,0 mm lágmarks mynstursdýpt yfir vetrartímann (1. nóvember - 14. apríl)

1,6 mm lágmarks mynsturdýpt yfir sumartímann (15. apríl - 31. október)


Hjólbarðar undir bifreið sem er 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skulu allir vera sömu gerðar. 

Hjólbarðar sem hæfa aðstæðum
Afar brýnt er að ökumenn noti ávallt dekk sem hæfa þeim aðstæðum sem þeir aka við hverju sinni. Þannig gengur engan veginn að aka um á sléttum sumardekkjum í hálku eða ófærð. Ekki ber ökumönnum þó skylda samkvæmt umferðarlögum til að nota vetrarhjólbarða þegar vetrarfærð ríkir þó að það sé eindregið mælt með því.  

Tími nagladekkja er frá 1. nóvember fram til 15. apríl.

Heimilt að nota neglda hjólbarða utan þess tíma ef þörf er á vegna akstursaðstæðna.Yfirleitt eru ekki gerðar athugasemdir við það þó nagladekk séu undir bílum út aprílmánuð en eftir þann tíma geta ökumenn búist við því að verða stöðvaðir af lögreglu og sektaðir fyrir notkun negldra hjólbarða.

Sektin fyrir hvert neglt dekk undir bílnum á þeim tíma sem óheimilt er að aka á negldum dekkjum er kr. 20.000 fyrir hvert dekk, þannig að það getur verið býsna dýrt að láta hjá líðast að koma bílnum á sumar- eða heilsársdekk á réttum tíma, eða samtals kr. 80.000 fyrir fjögur negld dekk undir bílnum. Það er fyrir utan hvað það fer illa með götur og dekk að keyra á nöglum á auðu malbikinu.

Munur á vetrardekkjum og heilsársdekkjum er í meginatriðum þessi:
Í slitfleti vetrardekkja er gúmmíblanda sem er mjúk og til þess fallin (ásamt góðu vetrarmynstri) að grípa vel í snævi þakið og/eða ísilagt vegyfirborð. Þessi mjúka gúmmíblanda á ekki að harðna þótt kalt sé í veðri og hiti vegyfirborðsins jafnvel langt undir frostmarki. En fyrir akstur að sumarlagi er hún of mjúk sem getur verið ávísun á óstöðugleika í beygjum og lengri hemlunarvegalengd. Þá er slitþolið minna. Mýktin sem kemur til góða í vetraraðstæðunum er þannig á kostnað slitþolsins.

Heilsársdekk eru í flestum tilfellum grófmynstruð sumardekk. Gúmmíblandan í þeim er harðari og í frostum geta þau orðið glerhörð og grípa því verr í vetrarfærinu en mjúku vetrardekkin og verða hál og óstöðug í akstri.

Þetta er meginmunnurinn. Þú metur síðan með hliðsjón af ríkjandi akstursaðstæðum á þínu megin aksturssvæði hvað þú velur. Umferðarlög segja ekkert sérstakt um þetta annað en það að bíll skuli vera búinn til aksturs að vetrarlagi. Ekkert er þar tilgreint um hvers konar dekk séu undir honum og lögregla er ekkert að skoða dekk undir bílum nema þegar óhapp eða slys verður.

Ítarefni um hjólbarða:
Reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja og síðari breytingar. Í 16 grein er kveðið á um hjól og hjólabúnað.
Efnið er fengið að hluta af vef Samgöngustofu, www.samgongustofa.is.
 
Úttekt á vegum Mannvirkjastofnunar á orkumerkingum hjólbarða frá 2017