Skilmálar FÍB félagsaðildar

 1. Þín félagsaðild
  1. Félagsaðild er persónubundin við skráðan félaga.
  2. Aðildað FÍB veitir aðgang að víðtækri þjónustu, vörum, afsláttum og fríðindum.
  3. Þegar árgjald hefur verið greitt fær FÍB félagi sent félagsskírteini sem staðfestir félagsaðild og veitir aðgang að þjónustu félagsins
  4. Innifalið í aðild að FÍB er m.a.:
   • Lögfræðiráðgjöf.
   • Tækniráðgjöf.
   • Aðgangur að FÍB Aðstoð sem innifelur m.a. dekkjaskipti, startaðstoð, eldsneytisaðstoð og dráttarþjónustuí samræmi við skilmála.
   • FÍB Aðstoð svarar allan sólarhringinn í síma 5 112 112.  365 daga ársins
   • Eldsneytisafsláttur.
   • Hagsmunagæsla–sanngjörn skattheimta, öruggari og betri vegir og aukið umferðaröryggi.
   • Aðhald vegna eldsneytisverðs, bílatrygginga, reksturs heimilisbílsins o.fl.
   • Neytendavernd.
   • FÍB Blaðið–prentað tímarit með upplýsingum og fróðleik fyrir vegfarendur.
   • Viðamikið afsláttarnetá Íslandiog afsláttarhandbók.
   • Margvíslegir afslættir af vörum og þjónustuí útlöndum.
   • Umtalsverðir afslættir í vefverslun FÍB ogaf vörum á skrifstofu félagsins.
   • Hagnýt ráðgjöf um eign og rekstur heimilisbílsins á skrifstofu FÍB.
   • Hjálparnet bifreiðaþjónustuaðila um land allt.
   • Netklúbbur FÍB, tilboð, neytendakannanir, afsláttarkjör, fréttir o.fl.
   • Aukaaðild fyrir fjölskyldumeðlimi,með sama heimilisfang,gegn hálfu félagsgjaldi.
   • Gæðakannanir á bílum, hjólbörðum, barnaöryggisbúnaði o.fl.
 2. Félagsgjald og gildistími
  1. Félagsaðild er ótímabundin og endurnýjast árlega komi ekki til uppsagnar.
  2. Félagsaðild er gild frá greiðsludegi og eitt ár fram í tímann.
  3. Stjórn FÍB ákveður upphæð árlegs félagsgjalds.
  4. Félagsgjald komandi árs er auglýst á heimasíðu FÍB (áður en nýtt ár gengur í garð)
  5. Félagar sem skuldfæra árlegt félagsgjald af greiðslukortum eða með beingreiðslum bera enganviðbótarkostnaðvegna nýskráningar eða endurnýjunar félagsgjalds.
  6. FÍB áskilur sér rétt til að bæta á gjaldi vegna heimsendra greiðsluseðla frá og með félagsárinu 2019.
  7. Félagi skal tilkynna úrsögn úr FÍB með sannanlegum hætti í síðasta lagi einum mánuði fyrir inngöngumánuð hans og tekur úrsögnin gildi þegar félagsári skuldlaus félaga lýkur eða strax ef félagi óskar þess