Innkallanir í Evrópu

Vörur sem framleiddar eru og seldar á Evrópska efnahagssvæðinu skulu uppfylla kröfur sem settar eru í lögum um öryggi vörunnar. Í þeim tilvikum að vörur uppfylla ekki ákvæði laga og staðla sem gilda um öryggi vörunnar þá ber stjórnvöldum sem annast markaðseftirlit að afturkalla slíkar vörur og leggja sölubann við frekari sölu þegar það á við. Jafnframt ber framangreindum stjórnvöldum að tilkynna til framkvæmdastjórnar ESB um hættulegar vörur sem finnast á markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Á Íslandi fer Neytendastofa með mál er varða almennt öryggi vöru og annast markaðseftirlit. Á heimasíðu í ráðuneyti neytendamála hjá framkvæmdastjórn ESB er að finna nánara heildaryfirlit um hættulegar vörur, 

Til að leita eftir innköllunum bifreiða smelltu á "SEARCH" hér að neðan. 
Í dálkinum Product category á að standa Motor (til að leita að bifreiðum og bifhjólum)
Í dálkinum Free text search á að standa Iceland (fyrir innkallanir sem ná til Íslands)
Í dálkinum Brand er hægt að leita eftir bíltegundum, Toyota, Mazda o.s.frv.