Til baka
Alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini einungis fyrir FÍB félagsmenn
Alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini einungis fyrir FÍB félagsmenn

Alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini einungis fyrir FÍB félagsmenn

Þessi vara er einungis fyrir félagsmenn. Félagsmenn verða að vera innskráðir til að versla vöruna

Vörunr. Tjaldbúðaskírteini
Verðmeð VSK
Fullt verð 2.000 kr.

Carnet-Camping International (CCI)
 

Skírteinið er oft forsenda dvalar á tjaldsvæðum erlendis og hefur þann kost í för með sér að ekki þarf að láta eigið vegabréf af hendi við skráningu inn á tjaldsvæðið Ath: Númer vegabréfs og útgáfudags. þarf að skrá í tjaldbúðaskírteinið. 

Alþjóða tjaldbúðaskírteini FÍB veitir allt að 40% afslátt frá skráðu gjaldi á 3173 tjaldstæðum í 40 löndum.

Skírteinið eykur traust rekstraraðila tjaldsvæðis á handhafa þess, vegna tryggingar gegn þriðja aðila sem er innifalin í skírteininu.  Á meðan á dvöl á tjaldstæði stendur nýtur skírteinishafi og fjölskylda hans allt að 11 manns tryggingar gegn tjóni sem þau kunna að valda, sem ökutækjatryggingin nær ekki yfir.

Félagsmenn eiga kost á að fá alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini á skrifstofu FÍB gegn 2.000 kr. gjaldi. 

Sjá yfirlit yfir tjaldstæðin o.fl. á upplýsingasíður CCI hér fyrir neðan og einnig hægt að nálgast app í iPhone og Android. 

 

Upplýsingasíða Carnet-Camping International

Þegar gengið er frá kaupum er gott að hafa vegabréfið við hendina, því til að útbúa tjaldbúðaskírteinið þurfum við eftirfarandi upplýsingar:  

Númer vegabréfs
Útgáfudagsetningu og stað. 

Setjið upplýsingarnar í athugasemdardálkinn, sem kemur upp þegar gegnið er frá kaupum.

Þegar skírteinishafi er kominn með tjaldbúðaskírteinið í hendur þarf að gefa eiginhandaráritun aftan á skírteinið.

Tengdar vörur