ResQme - björgunarverkfæri
ResQMe – Hjálpar þér að komast fljótt út úr bílnum í neyðartilvikum.
ResQMe er nýstárleg vara sem hönnuð er sem björgunarverkfæri fyrir þá sem eru fastir í ökutæki. Öryggis- og björgunarlykillinn 2 í 1 gerir þér kleift að skera á fast öryggisbelti og brjóta hliðarrúðu í bílnum þínum í neyðartilvikum. ResQMe er sannarlega nauðsynlegt verkfæri fyrir alla ökumenn. Það er létt og nett, en samt mjög áhrifaríkt. Þú getur fest ResQMe við bíllyklana þína, er alltaf við höndina þegar þörf krefur, nú eða t.d. baksýnisspegilinn í bílnum.
ResQMe verkfærið er með fjaðurhlaðinn brodd sem getur brotið hliðarrúðu bíls án þess að beita afli. Að auki er verkfærið búið beittu stálblaði til að skera á öryggisbelti ef nauðsyn krefur.
Hvernig á að nota ResQMe verkfærið:
-Dragðu verkfærið úr blaðhlífinni. Skerðu á fasta öryggisbeltið.
-Til að brjóta rúðu skaltu þrýsta svarta endanum á verkfærinu í horn rúðunnar. Þetta losar fjaðurhlaðinn brodd sem brýtur rúðuna.
ATH! ResQMe er verkfæri hannað til notkunar í slysi eða neyðartilvikum. Til að forðast meiðsli skal ekki nota ResQMe á líkamann.
Má aðeins nota á hertu gleri, þ.e. aftur- og hliðarrúðum. Ekki hægt að nota á framrúður þar sem framrúður eru lagskiptar.
Geymist þar sem börn ná ekki til.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

