Áhugaverðir hlutir að gerast í tengdri rafbílavæðingu hér á landi á næstum árum

Á fjölmennri ráðstefnu um rafbílavæðinguna sem Samtök rafverktaka og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir á Grand Hótel fyrir helgina kom fram að mjög spennandi hlutir eru að gerast tengdri rafbílavæðingunni á næstu árum.

Nokkur áhugaverð erindi um þetta mál voru flutt á ráðstefnunni og heilt yfir er ljóst hve þjóðhagslega hagkvæm rafbílavæðingin væri.

Stjórnvöld yrðu að koma til móts við þetta verkefni með því að lækka skatta svo almenningi verði gerður kostur á að fjárfesta í rafbíl en fram kom þó að verð á þessum bílum hefur farið lækkandi síðustu misseri.

Fram kom einnig að fyrir 2020 er því spáð að 10% bíla verði knúnir vistvænni orku en í dag telur bílafloti landsmanna um 240 þúsund bíla og er meðalaldur þeirra 10,6 ár. Ljóst er að rafbílavæðingin tekur áratugi og núverandi bílafloti verði áfram í notkun í mörg ár til viðbótar

Við skipulag nýrra byggingasvæða verður að gera ráð fyrir góðu aðgengi rafbíla sem ekki er til staðar víðast hvar í dag. Að mörgu þarf að hyggja í þessari væðingu sem á eftir að vaxa mikið á næstu árum. Fram kom á ráðstefnunni að brýnt væri að allir aðilar sem kæmu að þessari uppbyggingu ynnu vel saman. Góð samvinna og skipulagning skipti afar miklu máli í þessu sambandi.

Þá  upplýstu fulltrúar frá Reykjavíkurborg að stefnt sé að því að borgin ætli að setja upp 58 hleðslustöðvar á 13 stöðum í miðborginni. Þetta er aðgerð sem miðar að því að yfirvöld í borginni ýti undir rafbílavæðingu hér á landi.

Borgin hefur fengið 11 milljóna króna styrk frá Orkusjóði til að fara í þessa uppbyggingu en borgin leggur síðan á móti sömu upphæð til kaupa á þeim búnaði sem þarf. Í síðustu viku kom fram ON og N1 áforma að setja upp fjölda hleðslustöðva víðs vegar um landið.

90-95% núverandi dreifispenna ráði við fulla rafbílavæðingu. Styrkja þarf stofnkerfi á ákveðnum stöðum eftir því sem þörf kemur fram og heimtaugar í fjölbýli stækkaðar í takt við vaxandi þörf.