Fréttir

Hleðslustöðvum Tesla fjölgar jafnt og þétt í Evrópu

Bílaframleiðandinn Tesla heldur áfram að fjölgja hleðslustöðvum sínum í Evrópu. Í vikunni sagði talsmaður fyrirtækisins að búið væri að koma yfir 700 hleðslustöðvum. Hver stöð hefur að meðaltali meira en tíu hleðslustaði. Þess má geta að í Svíþjóð eru nú 51 stöð með samtals 590 hleðslutæki.

Stjórnvöld ættu að grípa í taumana vegna hækkandi eldsneytisverðs

Það hefur ekkik farið framhjá bíleigendum að verð á eldsneyti hefur hækkað mikið á síðustu vikum á heimsmarkaði. Það er mat Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, og Drífu Snædal, forseta ASÍ, að stjórnvöld ættu að grípa í taumana vegna hækkandi eldsneytisverðs.

Hraðaljósmyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut á Akureyri

Tvær hraða- og rauðljósamyndavélar hafa verið teknar í notkun við Hörgárbraut á Akureyri. Myndavélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt. Uppsetning og rekstur myndavélanna er samstarfsverkefni Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar. Markmiðið er að draga úr ökuhraða og fækka brotum vegna aksturs gegn rauðu ljósi á þjóðveginum.

Skortur á íhlutum hjá Skoda kemur hart niður á tékkneskum efnahag

Bílaframleiðendur víða um heim glíma við mikinn skort á flögum og öðrum íhlutum til framleiðslunnar. Þetta ástand hefur leitt til þess að framleiðendur hafa þurft að takamarka framleiðsluna og fyrir vikið verður seinkun á afhendingu á bílum til nýrra kaupenda. Dæmi eru um nokkurra mánaða seinkun og er áhrifa farin að gæta meðal annars hér á landi.

Verðlagning á bensíni stefnir í methæðir

,,Verlagning á bensíni stefnir í methæðir en aðrar eins upphæðir hafa ekki sést á landinu í áratug. Við erum að skríða inn í tímabil sem er að nálgast þessi metár 2011 og 2012. Þetta eru miklar hækkanir sem að koma illa við neytendur. Því miður höfum við sem eyja út í Norður-Atlantshafi kannski lítil áhrif því hérna erum við að sjá sömu þróun og um alla veröld,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda meðal annars í samtali við mbl.is.

Nýskráningar fólksbifreiða yfir tíu þúsund

Nýskráningar nýrra fólksbifreiða eru komnar yfir tíu þúsund það sem af er þessu ári. Þær eru alls orðnar 10.004 en voru á sama tímabili í fyrra 7.325 þannig að aukningin nemur um 36,6%. Að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýtt met slegið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í september á höfuðborgarsvæðinu reyndist sex prósentum meiri en í fyrra. Aldrei áður hefur jafnmikil umferð mælst í september og er þetta mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um níu próestn sem er verulega mikið en dugri þó ekki til að umferðin verði meiri en hún var árið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Rafræn eigendaskipti stórnotenda

Nú geta stórnotendur (t.d. bílasölur, fjármögnunarfyrirtæki og bílaleigur) beintengst Samgöngustofu í gegnum vefþjónustu og skráð eigendaskiptin með auðveldum hætti og kaupendur og seljendur samþykkja svo söluna einnig með rafrænum hætti.

Gríðarleg aukning í umferðinni á Hringvegi

Gríðalega mikil aukning varð í umferðinni í september miðað við árið áður, en umferðin á Hringvegi jókst um tæp 18 prósent að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni. Mest jókst hún á Austurlandi, eða um 256 prósent í Hvalsnesi í Lóni og um 212 prósent á Mýrdalssandi. Umferðin náði eigi að síður ekki því sem hún var í september 2019.

Umferðarljósastýringar til að greiða fyrir umferð á álagstíma

Í undirbúningi er þróunarverkefni sem snýr að stýringu á tilteknum umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð á álagstíma. Fyrr á þessu ári var gerð úttekt á öllum umferðarljósum höfuðborgarsvæðisins með tilliti til ástands og aldurs.