Fréttir

Frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja í samráðsgátt

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt frumvarpsdrög um kílómetragjald á ökutæki í stað vörugjalda á eldsneyti. Miðað er við að lög um gjaldið taki gildi um næstu áramót. Fram kemur í tilkynningu að innleiðing nýs, einfaldara og sanngjarnara kerfis þar sem greitt er almennt kílómetragjald í stað sértækra gjalda á bensín og olíu hófst árið 2023.

Kemi býður félagsmönnum FÍB 25% afslátt á rúðuþurrkum og bílaperum

Kemi /Poulsen, sem leggur áherslu á vandaðar vörur og góða þjónustu, býður félagsmönnum FÍB 25% afslátt af rúðuþurrkum og bílaperum út nóvember.

Stærsti Hleðslugarður ON hefur opnað í Borgarnesi

Nýr og glæsilegur Hleðslugarður Orku náttúrunnar hefur verið opnaður við Digranesgötu í Borgarnesi með samtals 14 tengjum.

Olís mun opna bílaþvottastöðvar undir nafninu Glans

Olís mun opna fyrstu Glans bílaþvottastöðina við Langatanga í Mosfellsbæ á haustmánuðum. Fleiri stöðvar Glans munu svo líta dagsins ljós í kjölfarið eða á árinu 2025.

Tímabundið hætt við gjaldtöku bílastæða við þrjár götur í nágrenni Háskóla Íslands

Samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í vikunni að hætta tímabundið gjaldtöku fyrir notkun bílastæða við Aragötu, Oddagötu og Sæundargötu. Allar þessar götur eru í grennd við Háskóla Íslands. Hætt verður við gjaldtöku þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum.

Mesta umferð í einum mánuði frá upphafi mælinga

Umferðin jókst um 1,7% milli september mánaða árin 2023 og 2024. Mest jókst umferðin í mælisniði á Reykjanesbraut, eða um 2%, en minnst um mælisnið á Vesturlandsvegi eða um 1,4%. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Tesla á svörtum lista í Svþjóð

Sænsk stjórnvöld vinna að því að tryggja réttindi bíleigenda og neytenda sem stuðlar að því að bílaiðnaðurinn fylgi þeim lögum og reglum sem samkomulag hefur náðst um. Fyrirbyggjandi starf með ráðgjöf og hagsmunabaráttu neytendum til handa er sérstaklega mikilvægt þegar stórir aðilar kjósa að fylgja ekki reglum og skilmálum.

Dómurinn hefur áhrif á rekstur bílastæða í landinu

Brimborg ehf, sem rekur bílaleigu, þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs stöðugjöld leigutaka sinna í bílastæðahúsinu við Hafnartorg samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn er athyglisverður fyrir margar sakir en nú geta bílaleigur gert leigutökum kleift að komast hjá greiðslu gjalda sem aðrir þurfi að greiða.Þetta er meðal þess sem kemur fram á visir.is og dv.is í umfjöllun um málið.

Hætta að sekta fyrir notkun nagla­dekkja

Lögreglan á Suðurlandi vill taka fram að hún er ekkiI að sekta ökumenn bifreiða, sem eru komnar á nagladekk, þótt slík dekk séu almennt aðeins leyfð frá 1. nóvember til 15. apríl.

Umferðin eykst á Hringveginum

Umferðin á Hringvegi jókst um 4,5 prósent í nýliðnum september mánuði miðað við sama mánuð fyrir ári. Slegið var nýtt met i mánuðinum en þessi aukning er nokkuð yfir meðaltalsaukningu síðustu ára. Nú er útlit fyrir að umferðin í ár á Hringveginum aukist um 3,2 prósent að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.