Fréttir

Rafbílar verði með vélarhljóð á ákveðnum hraða

Fjölmargar reglugerðir Evrópusambandsins tóku gildi í dag og lítur ein þeirra að rafbílum. Samkvæmt reglugerðinni verða rafbílar þegar þeim er ekið á undir 19 km/klst. að gefa frá bílahljóð sem við flest þekkjum. Nú verður sérstökum búnaði komið fyrir í nýjum rafbílum sem fer í gang á umræddum hraða sem að framan greinir.

Umferðin á Hringvegi jókst í júní um rúmlega 6%

Umferðin á Hringvegi í júní jókst um 6,1% sem er mun meiri aukning en á sama tíma í fyrra. Aftur dróst umferðin saman á Austurlandi. Aukningin í umferðinni fyrstu 6 mánuði ársins er töluverð en eigi að síður er gert ráð fyrir lítilli aukningu nú í ár eða um 1%. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Ísland og áhrif rafbíla á loftslagsbreytingar

ON hefur sett sér það markmið að vera leiðandi í umhverfisvænni orkuframleiðslu og styðja við orkuskiptin í samgöngum. Liður í þeirri viðleitni var gerð skýrslu um mat á þeim áhrifum sem rafbílar hafa á umhverfið.

Ný lög mikilvæg réttarvernd fyrir neytendur

Ný lög um úrskurðarnefnd er ein mikilvægasta réttarvernd neytenda í sinni tíð. Nýju lögin gera neytendum kleift að leita lausna á ágreiningsmálum við seljendur á vöru og þjónustu utan dómstóla. Þetta upplýsti Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Bresku ráðuneytin auka rafbílanotkun

Stjórnvöld víða um heim hafa sett sér há markmið í umhverhverfismálum á næstu árum. Ríkisstjórnir hafa nú þegar tekið ákvörðun um að jafnt og þétt verði rafbílar teknir í notkun á vegum ríkisins. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa komið óformum sínum á framfæri og nú á dögunum var tilkynnt að allir breskir ráðuneytisbílar verði hreinir rafbílar fyrir 2030.

Kia efst fimmta árið í röð hjá J.D Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Þetta er fimmta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power.

Ölfusárbrú sandblásin og máluð

Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi viðhaldsframkvæmda á Ölfusárbrú. Um er að ræða sandblástur og málun stálgrindar undir brúnni. Gert er ráð fyrir að sandblása og mála alla grindina í aðalbrúnni sem er undir brúnni. Þetta kemur fram á sunnlenska.is

Býður nýja Citroen bíla með 5 ára ábyrgð

Brim­borg býður nú alla nýja Citroen­bíla með fimm ára ábyrgð. Um er að ræða víðtæka verk­smiðju­ábyrgð sem gild­ir fyr­ir bæði fólks­bíla og sendi­bíla Citroen.

Rafbíllinn I-Pace fær enn eina viðurkenninguna

Heimsbíll ársins, rafbíllinn I-Pace frá Jaguar, heldur áfram að fá viðurkenningar en bíllinn hefur vakið verðskulduga athygli. Nýlega bættist enn ein viðurkenningin við þegar bíllinn hlaut þrenn helstu verðlaun tímaritsins Engine Technology International magazine þegar hann hlaut verðlaunin „Drifrás ársins 2019“, „Besti nýi rafmótorinn“ og „Besta vélin í flokki 350 til 450 hestafla“ á verðlaunahátíðinni „The International Engine + Powertrain of the Year Awards“ sem fram fór í Stuttgart.

Vegmerkingum ábótavant við Vaðlaheiðargöng

Vegmerkingar við Vaðlaheiðargöng, eða skortur á þeim, hafa sætt nokkurri gagnrýni en við göngin kemur hvergi fram að önnur, gjaldfrjáls leið sé í boði. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir að skiltunum verði breytt en Vaðlaheiðargöng hafi átt að leysa Víkurskarð af hólmi og meginreglan sé sú að vísa á stystu og öruggustu leiðina.