30.04.2020
Álagning olíufélaganna er enn í hærra lagi miðað við sögulegt meðaltal. Í apríl í heild sé álagningin um tíu krónum yfir sögulegri meðalálagningu félaganna. Lækkun olíuverðs skila sér hægt til neytenda og það getur verið ákveðin freisting í því að halda hærra lítraverði á móti minnkandi umsvifum. Þetta er þess sem meðal kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeiegenda, FÍB, í Viðskiptablaðinu og bætir við að það getur verið ákveðin freisting í því að halda hærra lítraverði á móti minnkandi umsvifum.
30.04.2020
Ekkert tjón varð þegar tveggja metra djúp og 1,5 metra breið hola myndaðist við brúna yfir Norðurá í vikunni. Snör viðbrögð vegfarenda, Vegagerðarstarfsmanna og verktaka skiptu þar miklu. Vegfarandi kom að holunni og tilkynnti um hana klukkan 15. Búið var að laga veginn sex tímum síðar.
30.04.2020
TopGear, bílaþáttur bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC, veitti á dögunum rafbílnum Hyundai Kona EV viðurkenningu fyrir besta minni fjölskyldubílinn. Í einkunnagjöfinni var stuðst við reynslu þáttastjórnenda TopGear af 1.600 km ferðalagi á bílnum um fjölmörg Evrópulönd.
29.04.2020
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Vegagerðinni að leiða vinnu starfshóps til að endurmeta og skoða tvo fýsilega kosti um legu Sundabrautar og gera tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipulagi. Í hópnum munu sitja fulltrúar Reykjavíkurborgar, SSH og Faxaflóahafnar auk Vegagerðarinnar. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum sínum fyrir 31. ágúst 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
29.04.2020
Eftirtektasamur félagsmaður á ferð um Hvalfjörðinn laust eftir miðnætti í fyrrakvöld tók eftir því að birgðarskip var að leggjast að olíubryggjunni í firðinum. Það vakti athygli félagsmannsins að sjá skipið leggjast að á þessum tímum þegar heimsmarkaðsverð á olíumörkuðum er í sögulegu lágmarki. Það vekur óneitanlega athygli að birgðarskip komi inn í Hvalfjörðinn og losi olíu sem almennt eru ekki birgðargeymslur olíufélaganna.
29.04.2020
Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi hefur gengið vel undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir COVID-19. Fyrsta malbikun sumarsins hófst 28. apríl.
29.04.2020
Kia hefur framlengt ábyrgðartíma allra ökutækja með upphaflegri 7 ára ábyrgð frá Kia sem hefði runnið út milli 1. febrúar til og með 31. maí 2020. Þetta er gert vegna ástands sem skapast hefur vegna COVID 19.
28.04.2020
Álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verður frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt verður í Stjórnartíðindum í dag.
28.04.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 93 Mercedes-Benz A-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að við ákveðin loftslagsskilyrði gætu loftpúðar frá Takata ekki virkað sem skyldi.
28.04.2020
Sáttmáli um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni kom út í maí 2019. Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys og tryggja öryggi allra vegfarenda.