Fréttir

Nýskráningar fólksbíla í ágúst voru 581

Nú liggja fyrir sölutölur í ágúst og kemur þar fram að að nýskráningar á fólksbílum voru 581 sem er um 27,7% minni sala en í sama mánuði í fyrra. Alls hafa á fyrstu átta mánuðum ársins selst 6254 nýir fólksbílar. Það er um 31,4% færri bílar yfir sama tímabil ársins 2019.

Heilsársdekk koma ekki vel út á hálum og þurrum vegum

Í könnun á heilsársdekkjum sem Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, vann kemur í ljós að heilsársdekk hafa bæði góða og slæma kosti. Gæði heilsársdekkja hafa aukist síðastliðin ár og þau geta reynst ágætlega við vissar aðstæður en miður við aðrar. Engin vafi leikur á því að þau eru ekki eins og góð og sumar- og vetrardekk. Þetta er það sem kom fram í prófum FDM þar sem notast var við sjö mismundandi 17 tommu heilsárdekk 235/55.

150 milljarðar króna sparast með 30 mínútna styttri ferðatíma

Ragnar Árnason prófesor í hagfræði við Háskóla Íslands sagði í viðtali við Morgunblaðið 19. ágúst síðastliðinn að mikill þjóðhagslegur ávinningur væri af fjárfestingum í samgöngum. Hann sagði mjög brýnt að styrkja samgöngur á Íslandi, enda stæðu lélegar samgöngur atvinnulífinu talsvert fyrir þrifum.

Bílasala dregst stórlega saman en hreinorkubílum fjölgar verulega

Kórónuveiran hefur haft veruleg áhrif á skráningu nýrra fólksbíla hér á landi. Bílaleigur líkt og ferðaþjónustan í heild hafa glímt við mikinn samdrátt. Í nokkur ár fór um helmingur nýskráðra fólksbíla til bílaleiga en sú sala hefur hrunið í ár. FÍB hefur tekið saman tölfræði úr ökutækjaskrá Samgöngustofu um sölu fólksbíla hér á landi eftir orkugjöfum yfir fimm hálfsárs tímabil frá 2018 til júníloka í ár.

Ný göngubrú yfir Reykjanesbrautina

Ný göngubrú yfir Reykjanesbrautina var hífð á stöpla sína í gærmorgun. Loka þurfti Reykjanesbrautinni milli Kaldárselsgatnamóta og Strandgötubrúar meðan verktakinn Ístak hífði brúna á sinn stað við Ásland.

Tvö þúsundasti rafbíllinn afhentur hjá BL

BL náði ánægjulegum áfanga í vikunni þegar tvö þúsundasti rafbíllinn frá BL var afhentur nýjum eigendum við Sævarhöfða. Um var að ræða MG ZS EV, sem er nýtt merki í flóru BL sem hóf rafbílasölu í lok ágúst árið 2013 þegar BL kynnti fyrsta fjöldaframleidda rafbíl heims, Nissan Leaf.

Volkswagen eykur umsvif sín á Asíumarkaði

Þýski bílaframleiðandi Volkswagen ætlar auka umsvif sín enn frekar á Asíumarkaði eins og með prófunum á nýjum bílum og í fjárfestingum tengdum bílaiðnaði. Í sumar eignaðist fyrirtæki helmingshlut í kínversku rafeindabifreiðasamsteypunni JAC.

Bresk bílaframleiðsla dróst saman um 20,8%

Bresk bílaframleiðsla dróst saman um 20,8% í júlí samanborið við sama mánuð fyrir ári síðan. Óvissan í þessum geira er mikil vegna kórónuverufaraldursins. Í júlí voru framleiddir 85.696 bílar á Bretlandseyjum en í júlí í fyrra voru þeir 108.239.

Slysum fækkað þar sem meðal­hraðamynda­vél­ar eru í notkun

Um þess­ar mund­ir er verið að ganga frá og stilla fyrstu meðal­hraðamynda­vél­arn­ar á Íslandi. Þess­ar hraðamynda­vél­ar munu vakta Grinda­vík­ur­veg og ekki ósenni­legt að ef tækn­in reyn­ist vel verði hún tek­in í notk­un víðar um landið.

Framkvæmdum á Reykjanesbraut miðar vel áfram

Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) á 3,2 km kafla frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi ganga vel. Þessa dagana er verið að klára að malbika síðasta kafla endurbættrar norðurakreinar milli Strandgötu og Kaldárselsvegar. Þar með má segja að nánast allri malbikunarvinnu sé lokið.