Fréttir

FÍB kvartar til Neytendastofu vegna ,,cyber monday” afsláttartilboðs TM

FÍB sendi í dag inn erindi til Neytendastofu þar sem vakin er athygli stofnunarinnar á því að afsláttartilboð TM mánudaginn 29. nóvember brjóti gegn lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Opið samráð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna fólksflutningabíla

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna fólksflutningabifreiða. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 15. febrúar 2022. Fyrra samráð vegna þessa máls (roadmap) var haldið í byrjun þessa árs.

Villandi afsláttartilboð TM

FÍB vekur athygli á því að „cyber monday“ afsláttartilboð TM á tryggingum brýtur gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu.

Nýskráningar fólksbifreiða 34% meiri en á sama tíma í fyrra

Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 11.411 það sem af er árinu sem er tæplega 34% meiri sala en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar allt árið 2020 voru 9.369.

Vinsældir nýorkubíla vaxa jafnt og hratt

Að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu fara vinsældir nýorkubíla vaxandi hér á landi. Hlutdeild tengiltvinnbíla er stærstur í nýskráningum fólksbíla og rafbílar koma þar næstir á eftir. Það sem af er árinu hafa fleiri nýorkubílar verið skráðir hér á landi en bílar sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu. Mikil hugarfarsbreyting í þessum málum hefur átt sér stað á meðal almennings og þá hafa stjórnvöld lét á gjöldum og álögum hjá þeim sem hyggja kaup á nýorkubílum.

Sögulegur stafrænn áfangi í þágu skilvirkni og öryggis

Nýjar vefþjónustur um nýskráningu ökutækja sem hafa verið í þróun eru nú tilbúnar til notkunar hjá Samgöngustofu og gefst öllum bílaumboðum kostur á að tengjast þeim.

Hverfahleðslur opna á nýjan leik

Orka náttúrunnar mun opna á ný 156 Hverfahleðslur sem staðsettar eru víða um borg eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útboðsmála fyrir stundu.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var haldinn í gær sunnudaginn 21. nóvember. Hér á landi var kastljósinu sérstaklega beint að alvarlegum afleiðingum þess að nota ekki öryggisbelti. Táknrænar minningarstundir fóru fram víða um land.

Það tók 10 mínútur að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvár

Á hluthafafundi Sjóvár þann 19. október síðastliðinn var samþykkt að greiða hluthöfum félagsins 2,5 milljarða króna til að „laga fjármagnsskipan félagsins“ eins og segir í fundargerðinni. Á mæltu máli þýðir þetta að Sjóvá hafði safnað mun meiri fjármunum í sjóði sína en þurfti til að standa undir tryggingastarfseminni.

Dælan in memorian

Dælan kom fram á sjónarsviðið í júní 2016, þegar N1 stofnaði nýtt vörumerki fyrir þrjár af sjálfsafgreiðslu eldsneytisstöðvum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar stöðvar seldu eldsneyti sem keppti við verðlagningu þáverandi Orkan X stöðva. Orkan X var undirmerki Orkunnar sem er vörumerki í eigu Skeljungs. Orkan X stöðvarnar voru afsláttarlausar og buðu oftast lægsta eldsneytisverðið á markaðnum jafnvel þó tekið væri tillit til afslátta annarra stöðva.