Fréttir

Það var þörf fyrir léttskoðun á markaðnum

Aðalskoðun býður bifreiðaeigendum upp á léttskoðun fyrir þá sem eru að kaupa sér bíl og vilja ganga úr skugga um að hann sé í góðu standi áður en gengið er frá kaupum. Einnig er hægt að nýta skoðunina til að láta yfirfara bílinn, óháð því hvort verið sé að kaupa eða selja. Skoðunin tekur skamman tíma og er farið yfir stýrisbúnað, hjólabúnað, aflrás og hemlabúnað.

Töluverð andstaða er við innheimtu veggjalda í Noregi

Það er ekki einungis hér á landi að mikil umræðan fer fram gegn veggjöldum heldur eru Norðmenn í sömu málum. Segja má að frændur vorir séu komnir lengra á veg í þeim efnum því að nú bendir flest til þess að samtök sem berjast gegn veggöldum í Noregi bjóði fram víða um land í sveitastjórnarkosningum sem fara þar fram á næsta ári.

Rafbíllinn Jauguar I-Pace heimsbíll ársins

Rafbíllinn sportjeppinn Jaguar I-Pace var kjörinn „Heimsbíll ársins 2019“ (World Car of the Year) við upphaf bílasýningarinnar í New York sem hófst í síðustu viku og stendur til sunnudags. Auk aðalverðlaunanna hlaut I-Pace hönnunarverðlaun ársins, (World Car Design of the Year) og umhverfisverðlaun ársins sem Grænasti bíll ársins 2019 (World Green Car of the Year). Árið 2017 var Jaguar F-Pace kjörinn Heimsbíll ársins.

Erum að svara kallinu um orkuskipti í samgöngum

Nýjasta hlaða ON var opnuð var tekin í notkun á dögunum í Búðardal. Þrátt fyrir ausandi rigningu var Jón Markússon, rafvirki og rafbílaeigandi í Búðardal mættur til að vígja hlöðuna og ganga úr skugga um að allt virkaði eins og það á að gera.

BL innkallar Isuzu og Qashqai

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Isuzu D-Max bifreiðar af árgerð 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að fjaðrablöð af aftan brotni við festingar.

Lögreglan hefur aukið eftirlit sitt með farsímanotkun ökumanna

Eins og kunnugt er tók ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot gildi 1. maí fyrir tæpu ári síðan. Fram að því höfðu sektir fyrir umferðarlagabrot verið óbreyttar í rúm tíu ár. Mörgum fannst þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt. Sektir við umferðarlagabrotum eru til þess fallnar að veita ökumönnum aukið aðhald og stuðla þannig um leið að auknu umferðaröryggi.

Honda-umboðið yfir til Öskju

Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Toyota innkallar 139 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota og Lexus bifreiðar af árgerð 2019. Um er að ræða 74 Toyota Corolla bifreiðar, 63 Toyota Rav4 Bifreiðar og 2 Lexus UX bifreiðar. Alls eru því 139 bifreiðar í þessari innköllun.

Álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar

Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Samkeppnin er þó orðin meiri en áður en bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á vefmiðlinum visir.is

Færri nota símann undir stýri

Ný rannsókn meðal framhaldsskólanema sýnir að 14% færri nemendur töluðu í síma án handfrjálsbúnaðar undir stýri árið 2018 en 2016. Í sömu rannsókn kemur fram að 6% færri framhaldsskólanemendur senda eða skrifa skilaboð undir stýri. Aftur á móti senda fleiri nemendur Snapchat skilaboð eða leita að upplýsingum á netinu en fyrir þremur árum.