Fréttir

Um 38,4% samdráttur í sölu á nýjum bílum

Um 38,4% samdráttur var í sölu á nýjum bílum fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs þegar tekið er mið af sama tíma á síðasta ári. 9.838 bílar seldust fyrstu níu mánuðina á móti 15.970 bílum í fyrra. Ýmsar ástæður eru taldar til sem valda þessum samdrætti og má í því sambandi benda á að enn hafa ekki náðst kjarasamningar við stóran hóp fólks í landinu. Ennfremur er bent á fall WOW-air og fleiri ástæður væri hægt hægt að nefna.

Skoða hugmyndir um veggjöld út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um

Upp­lýs­ing­ar um akst­ur lands­manna sem fengn­ar eru með til­liti til bíl­núm­era eru per­sónu­grein­an­leg­ar og þarf því þá að skoða hug­mynd­ir um veg­gjöld í nýja sam­göngusátt­mál­an­um út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um. Þetta kemur fram í umfjöllun í Morgunblaðinu um málið.

Menn hljóta að hlusta á sam­tök 18.000 fjöl­skyldu­bif­reiðaeig­enda

,,Við leggj­um áherslu á það að stíga mjög var­lega til jarðar varðandi hug­mynd­ir um vegtolla sem eru því miður allt of kostnaðarsam­ar hug­mynd­ir og þetta renn­ur jú allt upp úr sama vas­an­um. Það er eðli­legt að um­ferðin borgi þann kostnað sem af henni hlýst en við höf­um lagt áherslu á það að það er verið að inn­heimta í skött­um og gjöld­um af bíl­um um það bil 80 millj­arða á ári af hálfu hins op­in­bera,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í viðtali við Morgunblaðið um helgina.

Ný sjálfsafgreiðslustöð opnuð í Vík

Ný ÓB sjálfsafgreiðslustöð var opnuð í Vík í Mýrdal um helgina. Stöðin hentar vel bæði fólksbílum sem og atvinnubílum þar sem gott pláss er á stöðinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins kynntur

Sáttmáli ríkisins og sex sveitarfélaga um uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á næstu 15 árum var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrar borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu sáttmálann.

Það tekur aðeins tvær sekúndur!

Truflun og afvegaleiðing einbeitingar við akstur er alvarlegt umferðaröryggismál. Það þarf ekki nema 2 sekúndna truflun til að valda slysi. Allt að 25% af árekstrum í umferðinni tengjast truflun. Um 25-30% af heildar tíma við akstur er varið í athafnir sem geta truflað eða afvegaleitt.

Álag á vegi landsins hefur margfaldast

Fimmtán sinnum fleiri erlendir ferðamenn óku á bílaleigubílum yfir vetrarmánuðina í fyrra en 2010. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn fyrirtækisins Rannsókn & ráðgjöf ferðaþjónustunnar sem birt er á vef Vegagerðarinnar .Heiti greinargerðarinnar er: Erlendir ferðamenn og hringvegurinn 2010-2018 , og er unnin af Rögnvaldi Guðmundssyni.

Vinna við Dýrafjarðargöng gengur vel

Vinna heldur áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði. Að hábungu og á nú eftir að leggja lagnir á um 1000 m kafla. Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að byrjað var að sprautusteypa yfir klæðningarnar.

160 myndatökustaði og 380 myndavélar þarf fyrir vegtolla á höfuðborgarsvæðinu

FÍB hefur reiknað lauslega út að innheimta vegtolla á höfuðborgarsvæðinu kalli á myndatökuvélar á 160 gatnamótum stofnbrauta ef gjaldtakan á að verða sanngjörn og skilvirk.

Bílar og umferð standa nú þegar undir allri uppbyggingu og rekstri vegakerfisins

Drög að samkomulagi milli ríkis- og höfuðborgarsvæðisins um stórfellda uppbyggingu í samgöngum til að greiða fyrir umferð í borginni voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær.