Fréttir

Alvarleg slys eiga sér stað þegar ökutæki eru að beygja eða fara yfir vegi

Eitt af hverjum fjórum slysum á vegum í Þýskalandi verða í þéttbýli. Meira en 28% árekstranna eiga sér stað þegar ökutæki eru að beygja eða fara yfir vegi. Í tölum sem liggja fyrir árið 2019 slösuðust 340 manns lífshættulega og 7.141 vegfarandi slasaðist alvarlega. Til að greina hugsanlegar úrbætur og draga úr afleiðingum slíkra árekstra, rannsakaði Félag þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, í samvinnu við rannsakendur frá ÖAMTC, Austurríki og AXA Sviss, orsakir slíkra slysa.

Hyundai IONIC vann til þrennra viðurkenninga

Rafbíllinn Hyundai IONIQ 5 vann til þrennra viðurkenninga á verðlaunahátíðinni World Car Awards 2022 sem fram fór á alþjóðlegu bílasýningunni í New York (NYIAS) í síðustu viku. Hyundai IONIC 5 var allt í senn kjörinn „Heimsbíll ársins 2022“, „Rafbíll ársins“ og „Hönnun ársins“.

Komið að vorhreinsun í húsagötum

Með hækkandi sól heldur eru götusóparnir árlegur vorboði í Reykjavík. Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í ár þann 26. mars en helstu göngu- og hjólaleiðar eru í forgangi. Hreinsunin er komin vel af stað og er nú komið að húsagötum. Forsópun hófst í dag og viku síðar verða viðkomandi götur síðan sópaðar og þvegnar og er þá nauðsynlegt að færa bíla. Daginn áður en íbúagötur eru þvegnar sendir Reykjavíkurborg SMS til að láta íbúa vita af þvottinum.

Vegna umfjöllunar um svik og pretti bensínlaus.is

Viðvaranir FÍB áttu rétt á sér.

Drög að skýrslu starfshóps um smáfarartæki í samráðsgátt

Drög að skýrslu starfshóps um smáfarartæki hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Öllum gefst kostur á að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að koma að athugasemdum rennur út 25. apríl nk.

Bílasala sökuð um stórfelld svik

Bílasalan Bensinlaus.is er sökuð um stórfelld svik af fyrrverandi starfsmönnum og ellilífeyrisþegi sem keypti af þeim bíl fyrir þremur mánuðum fær engin svör um hvar hann er. Fyrrverandi starfsmenn bílasölunnar Bensinlaus.is segja um stórfeld og alvarleg svik á hendur viðskiptavinum sem fái ekki í hendur þá rafbíla sem þeir hafi greitt fyrir – og í sumum tilvikum staðgreitt að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Góður gangur í bílasölu

Bílasala fer vel af stað á þessu ári en nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar samtals 3.958. Á sama tímabili fyrra voru þær 2.408 og er því aukningin um 64,4%. Nýskráningar til almennra notkunar eru 61,8% og til bílaleiga 37,4% af því er fram kemur í nýjum tölum frá Bílagreinasambandinu.

Bensínstöð breytt í öfluga hleðslustöð

Orkan hyggst hætta að selja bensín við Fellsmúla eftir rúm 50 ár og breyta bensínstöðinni í öfluga hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki í samstarfi við ON. Gert er ráð fyrir að stöðin hefji starfsemi fyrir lok árs 2023.

Hvers vegna lækka olíufélögin ekki eldsneytið?

Allt önnur verðþróun er á bensín- og dísilolíuverði á Íslandi samanborið við Danmörku. Danski markaðurinn eltir þróun heimsmarkaðsverðs meðan sá íslenski sveiflast upp en frýs svo án eðlilegra skýringa.

Bílaframleiðendur standa frammi fyrir óvissu og tekjutapi

Bílaframleiðendur margir hverjir standa frammi fyrir óvissu og tekjutapi vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Sænski bílaframleiðandinn Volvo býst við að rekstrartekjur þess á fyrsta ársfjórðungi muni taka högg af óvissu af völdum stríðs Rússlands og Úkraínu og mun leggja til hliðar ákvæði að andvirði 4 milljarða króna (423,2 milljónir Bandaríkjadala) til að mæta því sagði sænski vörubílasmiðurinn