Fréttir

Þolinmæði landsmanna þraut - FÍB ræðst í holfyllingar

Slitlög á vegum og götum eru víða mjög illa farið eftir erfiðan og snjóþungan vetur. Vítt og breitt um landið eru holur og sumar djúpar og hættulegar. Þetta ástand ógnar öryggi vegfarenda og hefur valdið verulegu tjóni á fjölda ökutækja og er aðför að eignum landsmanna.

Tryggingafélögin sleppa ódýrt með samkeppnislagabrot

FÍB telur tryggingafélögin sleppa ódýrt með 20 milljóna króna sekt fyrir þátttöku samtaka þeirra (SFF) í umræðu um verðlagningu iðgjalda. Með afskiptum sínum af umræðunni voru SFF ekki að gæta eigin hagsmuna, heldur hagsmuna tryggingafélaganna. Því hefði með réttu átt að sekta tryggingafélögin. Í því samhengi skiptir máli að tvö félaganna þrýstu á SFF að réttlæta há iðgjöld bílatrygginga frekar en gera það sjálf.

Samkeppniseftirlitið sektar SFF um 20 milljónir króna

Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt er í dag, er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF). Í sáttinni viðurkenna SFF brot gegn samkeppnislögum og fyrirmælum sem hvíla á samtökunum á grundvelli eldri ákvörðunar. Hafa SFF fallist á að greiða 20 milljónir kr. í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brot endurtaki sig af því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Bifreiðar fengu að kenna á holu við Ánanaust

Ökumaður sem var á ferð við Ánanust út í Granda seinni partinn á laugardag varð fyrir því óláni að keyra ofan í holu með þeim afleiðingum að einn hjólbarðinn undir bílnum sprakk. Tíðin á síðustu vikum hefur valdið því að margir bifreiðaeigendur hafa orðið fyrir tjóni á bílum sínum vegna slæms ástands á götum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Veghaldarara hafa því haft í nógu að snúast í lagfæringum og sér ekki enn fyrir endann í þeim efnum.

Opnað fyrir umferð um Axarveg

Unnið er að því að opna veginn yfir Öxi. Mikill og þykkur ís liggur yfir veginum og nokkurn tíma mun taka að losa hann af. Stefnt er að því að opna fyrir umferð föstudaginn 25. mars en vegfarendur þurfa að fara varlega vegna klaka sem enn er á veginum af því er fram kemur hjá Vegagerðinni.

Lagt til að ívilnun vegna rafmagnsbíla verði aukin í 20 þúsund bifreiðar

Að frumvarpi sem fjármálaráðherra- og efnhagsmálaráðaherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að hámarksfjöldi rafmagmsbifreiða sem geta notið ívilnunar frá virðisaukaskatti verði aukinn úr 15 þúsundum bílum í 20 þúsund.

Stafrænt ferli almenns ökunáms (B-réttinda)

Undanfarið hefur verið unnið hörðum höndum að því markmiði að gera umgjörð fyrir almennt ökunám (B-réttindi) stafræna, allt frá upphafi og fram að verklegu ökuprófi, fyrst og fremst með hagsmuni ökunema fyrir augum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu. Stafrænt ferli ökunáms mun jafnframt efla þjónustu og létta lífið fyrir aðra sem að því koma, eins og ökukennara, ökuskóla og aðstandendur ökunema.

Hlutfall negldra hjólbarða 40% í mars í Reykjavík

Hlutfall negldra dekkja var talið í Reykjavík miðvikudaginn 9. mars. Hlutfallið skiptist þannig að 40% ökutækja var á negldum dekkjum og 60% var á öðrum dekkjum.

Verðlækkanir í kortunum – stjórnvöld hvött til að lækka skatta á eldsneyti

Miðað við stöðuna eins og hún er núna er líklegt að verðlækknair séu í kortunum. Hrár bens­ín­lítri á heims­markaði kost­ar um 110 krón­ur á Norður-Evr­ópu markaði. Í des­em­ber var meðal­verðið í kring­um 85 krón­ur. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á mbl.is.

Svíar lækka skatta á eldsneyti og bíleigendur fá endurgreiðslu úr ríkissjóði

Sænska ríkisstjórnin lækkar skatta á eldsneyti. Sænskir bíleigendur fá að auki 1.000 sænskar krónur, eða um 14.000 íslenskar krónur, sem eingreiðslu og íbúar í strjábýli fá enn meiri stuðning.