Fréttir

Lítil skófla getur gert kraftaverk

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var á línunni í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær og ræddi um færðina í borginni þessa dagana. Ökumenn sumir er að lenda í vandræðum og þá ekki síst í efri byggðum.

Orkuskipti – hvað þarf til

Hvað þarf til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti á Íslandi í græna orku, bæði til að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og fyrir fullt og allt?

Bílasala dregst saman og verksmiðjum lokað í Kína

Bílasala í Kína drógst saman um 18,7% í janúar ef bornar eru saman tölur við sama mánuð á síðasta ári. Þetta er 19. mánuðurinn í röð sem samdráttur er í bílasölu í Kína. Ástæður fyrir þessu eru eflaust margar en sérfræðingar benda þá einna helst á Covid19 veiruna og eins fór að hægjast á öllum hagvexti í landinu á síðasta ári.

Askja innkallar Mercedes-Benz

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 26 Mercedes-Benz bifreiðar af gerðunum C-Class, E-Class, GLC, CLS, AMG GT og G-Class.

Hraðamyndavélar teknar í notkun austan Selfoss

Þann 1. mars næstkomandi verða tvær hraðamyndavélar á Hringvegi við bæinn Tún í Flóa austan Selfoss teknar í notkun.

Ökumenn hreinsi vel af öllum rúðum

Lögreglan á Norðurlandi eystra minnir ökumenn á að hreinsa snjó vel af öllum rúðum bifreiða sinna áður en ekið er af stað.

Skiptir sköpum að aðskilja akstursstefnur

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að Ísland sé sannanlega ofarlega á heimsvísu í umferðaröryggi. Umferðaröryggi er mikilvægasta verkefni okkar í samgöngum og við þurfum samstillt átak hér á landi til að tileinka okkur hugarfar um núllsýn í umferðaröryggi og útrýma banaslysum og alvarlegum slysum alfarið.

Miðla þekkingu og ræða leiðir til að auka umferðaröryggi á heimsvísu

Á heimsþinginu um umferðaröryggi, sem lauk í Stokkhólmi í gær, var lögð á það gífurleg áhersla að bæta umferðaröryggi og alla innviði þeirra um heim allan á næstu árum. Ljóst er að mun meira fjármagni verður veitt í þá þætti sem snúa almennt að umferðaröryggi en áður hefur verið gert.

Ný umferðarljós á gatnamótum Bústaðavegar og Efstaleiti

Ný umferðarljós á gatnamótum Bústaðavegar og Efstaleiti voru gangsett í dag, fimmtudaginn 20. febrúar.

Ungmenni séu þátttakendur í stefnumótun og ákvarðanatöku

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarpaði síðdegis í gær ráðstefnu YOURS, samtaka ungmenna sem berjast fyrir umferðaröryggi, sem haldin er í Stokkhólmi. Ráðherra tók einnig þátt í vinnustofu þar sem ungmenni og fólk í áhrifastöðum ræddu um leiðir til að efla umferðaröryggi. Vinnustofan sem Sigurður Ingi tók þátt er undanfari og hluti 3. heimsþings um umferðaröryggi sem haldið er í Stokkhólmi næstu daga.