Fréttir

Hjól í huga - Hann er nakinn, óvarinn! Myndband

Nú er vorið komið og börnum og fullorðnum á reiðhjólum fjölgar mjög í umferðinni. Umferðin er samvinnuverkefni allra og okkur ber að gæta að eigin öryggi og allra annarra vegfarenda. FÍB stendur um þessar mundir að mikilvægu umferðaröryggisátaki, Hjól í huga. Markmiðið er að efla vitund ökumanna um hjólreiðafólk í umferðinni. Myndband.

Hið lífsnauðsynlega veggrip

Árleg sumarhjólbarðakönnun FÍB og NAF í Noregi er komin á heimasíðu FÍB.

42% Svía geta hugsað sér að skipta í rafbíl

Sænski bílasöluvefurinn KVD hefur látið kanna viðhorf sænskra neytenda og áhuga þeirra á því að eignast og nota rafbíla. 1160 manns svöruðu könnuninni og niðurstaðan er sú að 42 prósent aðspurðra gátu vel hugsað sér það að næsti bíll þeirra yrði rafbíll.

Sænskt hugvit að baki knastáslausri bílvél

Á bílasýningunni í Bejing (Peking) í Kína nýlega gaf að líta bíl frá kínversk-, israelsk-, sænska bílaframleiðandanum Qoros með bensínvél sem er merkileg nýjung að því leyti að í henni er enginn knastás sem opnar innsogs- og útblástursventlana þegar vélin er í gangi.

Nýi bíllinn vaktar þig - en hver á gögnin?

Nýjustu bílar eru mjög tölvuvæddir og margir þeirra eru líka netttengdir og í stöðugu netsambandi við framleiðendur sína og þjónustuaðila þeirra. Bílarnir safna upplýsingum um ástand sitt, hvernig þeir eru notaðir og hvernig þeim er ekið og hvar og miðla þessum upplýsingum áfram til framleiðandans og/eða þjónustuaðila hans án þess að eigandi, umráðamaður eða notandi bílsins hafi sérstaka vitneskju um það.

Haraldur Noregskóngur fær nýjan Audi

Haraldur Noregskonungur hefur fengið nýjan sérbyggðan Audi A8 afhentan. Bíllinn er sá fyrsti af nokkrum svipuðum sem ýmis stórmenni hafa pantað. Bíll Noregskonungs er hvorki meira né minna en 6,36 m langur og lengd milli öxla er 4,22 m.

Fiat Chrysler innkallar 1.1 milljón bíla

Fiat Chrysler innkallar bílana vegna galla í sjálfskiptingum þeirra sem veldur því að þeir geta verið kviklæstir í P-læsingunni eða “parkinu” og runnið af stað þótt ökumenn hafi talið sig hafa skilið við þá í “parkinu.” Hundruð óhappa vegna þessa hafa verið skráð, þar af 41 þar sem meiðsli hafa orðið á fólki að því sem segir í Reutersfrét

Volkswagen kaupi 500.000 bíla til baka í USA

Reuters fréttastofan greindi frá því í liðinni viku að Volkswagen hefði boðist til að kaupa allt að 500 þúsund bíla til baka í Bandaríkjunum. Þetta sé tillaga sem VW hafi lagt fram í samningaviðræðum við bandarísk stjórnvöld um lausn útblásturshneykslisins sem bandarískir fjölmiðlar hafa nefnt Dieselgate

Hvað hafa þessi dekkjaverkstæði að fela?

Eins og fram kom í fréttum fyrr í vikunni þá neitaði um helmingur dekkjaverkstæða verðlagseftirliti ASÍ um upplýsingar í tengslum við verðkönnun á dekkjaskiptum í byrjun apríl. Á heimasíðu ASÍ segir að vísbendingar séu um að samráð hafi verið að milli aðila um að visa fulltrúum veðlagseftirlitsins frá og neita að upplýsa neytendur um verð á þjónustu sinni.

Samdráttur hjá VW í Evrópu

Salan á Volkswagenbílum í Evrópu – heimamarkaði framleiðandans - dróst saman á fyrstu þremur mánuðum ársins um 0,5% miðað við sama tímabil í fyrra.