Fréttir

Land Rover Defender best hannaði bíllinn

Land Rover Defender var í vikunni kjörinn best hannaði bíll ársins 2021 (World Car Design of the Year 2021) á árlegri verðlaunahátíð World Car Awards í Toronto sem af sóttvarnaástæðum var send út í streymi á netinu.

Betri kaskótrygging – ekki síst fyrir rafbíla

Tryggingafélagið Sjóvá hefur nú bætt kaskótryggingu viðskiptavini félagsins og gerir hana enn víðtækari en áður. Kaskótryggingin bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu raf- eða tvinnbíla, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur,  annars staðar en á fjallvegum, slóðum, utan vega eða yfir óbrúaðar ár.

Samdráttur í nýskráningum um 3,8% það sem af er árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar alls 2.632. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 2.736 og er samdrátturinn því 3,8%. Þetta er ef till vísbending um að bílasala sé smám saman að rétta úr kútnum af því fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Vorhreinsun í húsagötum

Vorhreinsun í Reykjavík er komin vel af stað og nú er komið að húsagötum. Forsópun hefst í dag mánudaginn 26. apríl, en eftir um viku verða viðkomandi götur síðan sópaðar og þvegnar og er það þá sem nauðsynlegt er að færa bíla. Sú nýbreytni er í ár að daginn áður en íbúagötur eru þvegnar sendir Reykjavíkurborg SMS til að láta íbúa vita.

Kia Sorento vinnur til Red og iF hönnunarverðlauna

Kia vann bæði til Red Dot og iF hönnunarverðlauna á dögunum í flokki stórra sportjeppa fyrir hinn nýja Kia Sorento Plug-in Hybrid. Sorento, sem er flaggskip bílaflota Kia, hefur þegar unnið til fjölda verðlauna á undanförnum mánuðum.

BL ehf innkallar 81 Renault Master lll bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 81 Renault Master III bifreiðar af árgerð 2018 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skipta þurfi um eldsneytislögn.

Allt að 159% verðmunur á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðsvegar um landið sem bjóða upp á hjólbarðaþjónustu. Yfir 100% munur var á hæsta og lægsta verði á þjónustunni fyrir allar stærðir bíla í verðkönnun ASÍ sem fór fram þann 20. apríl. Mesti munur á hæsta og lægsta verði var á þjónustu fyrir jepplinga á 16" ál- eða stálfelgum 159%. Minnsti munur var á þjónustunni fyrir smábíla á 14" dekkjum á ál- eða stálfelgum, 109%.

Barátta fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum skilaði árangri

Barátta hóps Suðurnesjamanna fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum er að skila árangri. Orkan á Fitjum lækkaði í vikunni eldneytisverð á Fitjum um 5 kr. á lítrann og með lykli frá fyrirtækinu fást 10 kr. Í viðbót. Skömmu eftir lækkunina í morgun svaraði Olís með sömu lækkun. Orkan svaraði aftur með aðeins meiri lækkun í kjölfarið að því fram kemur á vefmiðli Víkurfrétta.

Samdráttur í nýskráningum 9,4% það sem af er árinu

Þegar 14 vikur eru liðnar af árinu eru nýskráningar orðnar 2.408. Á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar 2.658 og er þetta samdráttur upp á 9,4%. Er þetta töluvert minni samdráttur en vikunum þar á á undan sem gefur kannski fyrirheit um að bílasala er að rétta úr kútnum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort það verði reyndin. Bílagreinasambandið tók þessar tölur saman.

Gjaldskylda á bílastæðum tekin upp í miðbæ Akureyrar

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbænum. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars. Tvö gjaldsvæði verða þar sem nú eru gjaldfrjáls klukkustæði, verkefnahópur sem vann að undirbúningi breytinganna leggur til að 200 krónur muni kosta að leggja í klukkustund á öðru svæðinu en 100 krónur á hinu. Embættismönnum bæjarins hefur verið falið að útfæra tillögur, m.a. um gjaldskrá.