Fréttir

,,Við erum að horfa á miklar breytingar í samgöngum og samgöngutækni“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að horfa þyrfti til langtímastefnumótunar varðandi orkuskipti í samgöngum, en þetta kemur fram í viðtali við Runólf við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort sá möguleiki sé fyrir hendi hér á landi að segja skilið við notkun jarðefnaeldsneytis í bifreiðum. Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa á síðustu vikum tilkynnt að þau muni banna sölu á bensín- og dísilbílum frá og með árinu 2040.

108 þúsund ökutæki fóru daglega um Hringveginn í júlímánuði

Umferðin í júlí á Hringveginum jókst um 7,3 prósent sem er mikil aukning en heldur minni en verið hefur síðustu mánuði. Þannig að heldur dregur úr aukningarhraðanum.

Vöxtur á öllum mörkuðum hjá Renault Group

Sala Renault Group jókst um 10,4% á fyrri árshelmingi þegar alls um 1,9 milljónir bíla voru nýskráðir á sama tíma og heimsmarkaðurinn óx um 2,6%.

Strætisvagnar í Los Angeles rafmagnsknúnir fyrir 2030

Með tíð og tíma stefnir í að núverandi strætisvagnafloti Los Angeles borgar heyrir sögunni en samkvæmt stefnu borgaryfirvalda á að skipta út strætisvögnum út fyrir rafmagnsknúnum. Ef þessar áætlanir ganga eftir ætla borgaryfirvöld í Los Angeles að ná þessum markmiðum fyrir árið 2030.

Tafir gætu orðið á umferð upp á Keflavíkurflugvöll

Farþegar á leið sinni upp á Keflavíkurflugvöll gætu lent í töfum en á leiðinni þangað standa nú yfir malbikunarframkvæmdir í dag og á morgun.

Vöxtur Hyundai heldur áfram á Evrópumarkaði

Asíski bílaframleiðandinn Hyundai heldur áfram að styrkja stöðu sína á Evrópumarkaði. Vöxtur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins í ár var í samræmi við áætlanir þegar alls voru um 271 þúsund bílar nýskráðir samkvæmt upplýsingum frá Samtökum evrópskra bifreiðaframleiðenda (ACEA).

Malbikunarframkvæmdir í fullum gangi

Malbikunarframkvæmdir standa nú sem hæst yfir víða um land. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Í kvöld, fimmtudaginn 27. júlí og aðfaranótt 28. júlí stefnt að því að malbika hringtorg á Reykjanesbraut við N1 í Hafnarfirði. Hringtorginu verður lokað á meðan framkvæmd stendur yfir og hjáleiðir settar upp.

Nýr Kia Optima SW í Plug-in Hybrid útfærslu

Kia hefur kynnt til leiks nýjan Optima Sportwagon í Plug-in Hybrid útfærslu. Bíllinn er með tengiltvinnvél sem samanstendur af 68 kílówatta rafmótor og tveggja lítra GDI bensínvél.

Bresk stjórnvöld ætla að banna dísil- og bensín bíla fyrir 2040

Mikil umræða á Bretlandi síðustu misseri vegna aukinnar loftmengunar hefur ýtt við stjórnvöldum þar í landi sem hyggjast leggja til að notkun bensín- og dísilbifreiðar verði bannaðar frá árinu 2040.

FÍB með í heimsátaki í þágu umferðaröryggis

Umferðaröryggisátak FIA; 3500 mannslíf hefur þann tilgang að hvetja ökumenn sem og alla aðra vegfarendur til að gæta betur að eigin öryggi og annarra í umferðinni. FÍB tekur þátt í að miðla boðskapnum til vegfarenda á Íslandi.