Fréttir

Ábendingar til ökumanna áður en haldið er út í umferðina

Verslunarmannahelgin hefur í gegnum árin verið ein mesta ferðahelgi ársins. Kórónuveiran og veðurspá fyrir helgina í ár mun sennilega draga verulega úr umferðarþunga á vegum landsins. Tilmælin frá almannavörnum um að fara sér hægt yfir helgina munu draga úr umferð og flestir verða heima í rólegheitum í faðmi fjölskyldu og vina. Líkt og alltaf beinir FÍB því til ökumanna sem ætla að vera á ferðinni að gefa sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina. Munið að taka enga áhættu með framúrakstri, stillið hraðanum í hóf og spennið beltin. Markmiðið er að njóta ferðalagsins og tryggja að allir komi frískir á áfangastað.

Oddný Harðardóttir greiddi atkvæði gegn veggjaldafrumvarpi samgönguráðherra

Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir voru samþykkt sem lög frá Alþingi 29. júní sl. Alls greiddu 55.6% þingmanna atkvæði með frumvarpinu, 30,2% greiddu ekki atkvæði, 8 þingmenn voru fjarverandi en aðeins einn þingmaður, Oddný Harðardóttir 6. þingmaður Suðurkjördæmis, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.

Sjálfkeyrandi bílar, raunveruleiki eða fjarlægur draumur?

Í nýjasta FÍB blaðinu er áhugaverð grein um sjálfkeyrandi bíla eftir Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur vélaverkfræðing sem vinnur hjá Bosch í Þýskalandi við hugbúnaðarþróun fyrir sjálfkeyrandi bíla. Það er ánægjulegt að ungur íslenskur verkfræðingur sé hluti af einu fremsta sérfræðingateymi veraldar við nýsköpun og þróun sjálkeyrandi bíla.

Einbreiðum brúm fækkar um þrjár á árinu

Ef áætlanir ganga eftir mun einbreiðum brúm á Hringveginum fækka um þrjár á þessu ári. Þeim mun síðan fækka aftur um sama fjölda á árinu 2021. Um 36 einbreiðar brýr eru á landinu núna.

Fiat Chrysler innkallar nærri eina milljón bíla í Bandaríkjunum

Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað hátt milljóni bíla í Bandaríkjunum vegna galla í öryggispúðum bílanna. Hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata.

Langflestir kjósa að eiga og reka einkabíl þegar þeir geta valið um það

Það er furðulegt að fylgjast með árásum skipulagsyfirvalda í Reykjavík á bíleigendur. Skrif formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í Morgunblaðið 13. júlí voru af þessu tagi, allt var fundið einkabílnum til foráttu. Bílgreinasambandið hefur ekki lagst gegn eflingu almenningssamgangna en það er undarlegt að verða aftur og aftur vitni að því að skipulagsyfirvöld í Reykjavík telja sig geta beitt öllum meðulum gegn notendum einkabílsins og þannig gengið freklega á rétt þeirra sem hafa valið þann samgöngumáta. Þetta er þess sem kemur meðal annars fram í aðsendri grein Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, í Morgunblaðinu.

Meira um að Íslendingar óski eftir aðstoð

,,Á sumrin hafi verið talsvert að gera við að hjálpa erlendum ferðamönnum samkvæmt beiðnum systurfélaga FÍB erlendis. Núna er breyting á því. Talsvert meira er að gera úti á landi við dekkjaskipti, start og flutning bíla Íslendinga en fáar beiðnir berast um aðstoð við erlenda ferðamenn,“ segir Hjörtur Gunnar Jóhannesson, starfsmaður við FÍB Aðstoð, í samtali við Morgunblðið í dag.

Beltin bjarga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vígði nýjan veltibíl í síðustu viku. Tilgangur bílsins er að vekja athygli á bílbeltanotkun en hann er á vegum Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna, til að auka umferðaröryggi. Stefna íslenskra stjórnvalda er mjög skýr, öryggi liggur til grundvallar allri stefnumótun og aðgerðum í samgöngumálum.

Gæludýr hafa góð áhirf á ökumann

Í könnun sem spænski bílaframleiðandinn Seat lét vinna fyrir sig kom í ljós að þegar hundur er með í bílnum hefur hann góð áhrif á aksturslag ökumannsins. Rúmlega helmingur hundaeigenda í könnun Seat sögust aka með meiri gætni þegar hundurinn væri með í för. Ábyrgðartilfinningin jókst til muna eftir því sem ökumaðurinn var yngri en minnkaði að sama skapi eftir sem ökumennirnir voru eldri.

Notkun rafmagns jókst um 56%

Endurnýjanlegir orkugjafar verða sífellt aðgengilegri valkostur fyrir neytendur þegar kemur að vali á bílum. Útlit er fyrir að orkuskiptin munu verða að veruleika á næstu árum og áratugum en það tekur þó tíma að umbylta orkunotkun. Jarðefnaeldsneyti er þrátt fyrir það enn í miklum meirihluta. Samdráttur var í bruna á jarðefnaeldsneyti bílaflotans milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Árbók bílgreina 2020.