Fréttir

Þróun bensínverðs 2022 – álagning Costco snarhækkaði á seinni árshelmingi

Útsöluverð á bensínlítra í upphafi árs var 270,90 krónur hjá N1 en 230,90 krónur hjá Costco. Verðmunurinn var 40 krónur á lítra. Á sama tíma var lítraverðið hjá Q8 í Danmörku, uppreiknað með gengi dönsku krónunnar gagnvart þeirri íslensku, 255,80 krónur. Á þessum tímapunkti var bensínlítrinn í Danmörku mitt á milli verðsins hjá N1 og Costco á Íslandi.

Bíleigendur verða harðast fyrir barðinu á skattheimtugleði ráðherra

Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Vetrarfærð um allt land

Vetrarfærð er um nánast allt land. Grindavíkurvegur er lokaður og þjóðvegur eitt á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs.

Þjónusta Vegagerðarinnar um jól og áramót

Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðirnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Á www.umferdin.is er að finna upplýsingar um færð.

Finna þarf út hvort brugðist hafi verið rétt við aðstæðum

Það hefur komið ótvírætt í ljós síðustu daga hversu mikilvægu hlutverki Reykjanesbrautin gegnir í samgöngum og þá alveg sérstaklega tenging hennar við Keflavíkuflugvöll. Óveðrið sem skall á aðfaranótt laugardagsins átti heldur betur eftir að setja daglegt líf fólks úr skorðum sem fer um brautina.

Hagnaður tryggingafélaganna var 35% af iðgjaldatekjum 2021

Heildariðgjöld tryggingafélaganna námu 80,3 milljörðum króna árið 2021. Hagnaður þeirra það sama ár var 28,1 milljarður króna, eða 35% af iðgjöldunum.

Kuldi og rafbílar

Yfir köldustu mánuði ársins má gera ráð fyrir að drægni rafbíla minnki þó nokkuð. Áhrif kulda á drifrafhlöðu bílsins dregur úr getu hennar til að geyma og skila frá sér rafmagni sem endurspeglast síðan í fjölda ekinna kílómetra á hverri hleðslu.

Duga 70 milljarðar virkilega ekki til að bæta tjón?

Tryggingafélögin lágu á 70 milljarða króna bótasjóðum til að mæta tjónakostnaði í lok árs 2021. Þessi fjárhæð dugar fyrir öllum tjónagreiðslum í 5-6 ár. Samt gerir Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) ekkert til að hefta þessa miklu sjóðasöfnun, sem fyrst og fremst byggist á of háum iðgjöldum á lögboðnar ábyrgðartryggingar ökutækja.

Bókin sem aldrei týnist – rafrænt ökunám

Stórum áfanga í stafvæðingu ökunáms er nú náð með virkjun stafrænnar ökunámsbókar Samgöngustofu. Með þessum áfanga gefst ökukennurum kostur á að staðfesta verklega ökutíma fyrir almenn ökuréttindi með rafrænum hætti í gegnum Ísland.is að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Til marks um græðgi – bílatryggingar hækkað umfram verðlagshækkanir

Tryggingafélögin hafa hækkað iðgjöld sín á bílatryggingum til einstaklinga umfram almennar verðlagshækkanir, bæði lögboðnum og frjálsum. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hækkanirnar til marks um græðgi og félagið hafi reynt að vekja athygli á þeim fákeppnistilburðum sem virðast vera í gangi á þessum markaði.