Fréttir

Tímabundin lækkun eldsneytisgjalda ekki til skoðunar

Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, FÍB, skoraði á stjórn­völd fyirir nokkrum vikum síðan að lækka gjöld á eldsneyti. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri FÍB, segir í samtali við mbl.is í dag að félagið hafi sent erindi á stjórn­völd og óskað eft­ir tíma­bund­inni skatta­lækk­un til að mæta þessum hækkunum og það höf­um við gert áður.

Bílamessa 2022 – upplýsandi og fræðandi ráðstefna

Stilling, varahlutir, stóð fyrir ráðstefnu í Hörpu um síðustu helgi sem bar nafnið Bílamessa. Lykilfyrirtæki í þróun og framleiðslu bílahluta tóku þátt í ráðstefnunni og ræddu framtíð greinarinnar með tilliti til framtíðar orkugjafa sem var sérstaklega ætluð fagaðilum innan bíliðnarinnar. 20 erlend fyrirtæki komu að ráðstefnunni og gafst þátttakendum kost á að fræðast um vandamál sem þeir lenda í daglega ásamt hvaða lausnir þeir nota.

Atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur fjölgað um 100

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um 100 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (takmörkunarsvæði I). Breytingarnar eru gerðar til að koma til móts við óskir í samfélaginu um meiri þjónustu á leigubifreiðamarkaði. Ráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um leigubifreiðar (nr. 397/2003), sem tekur gildi á næstu dögum.

Hyundai innkallar hátt í 300 þúsund bíla vegna galla í öryggisbeltum

Hyundai Motor í Bandaríkjunum hefur hafið innköllun á um 300 þúsund bílum í Norður- Ameríku vegna galla í beltastrekkjurum. Innköllunin kemur í kjölfar þriggja tilkynninga þar sem slys hafa orðið á fólki þegar beltastrekkjarar í framsætum hafa sprungið við notkun.

Hægir á framleiðslunni hjá Toyota vegna skorts á íhlutum

Japanski bílaframleiðandinn Toyota áætlar að skera þurfi niður framleiðsluna um 100 þúsund bíla í sumar á alþjóða vísu vegna skorts á hálfleiðurum og öðrum íhlutum. Hægja mun einnig á framleiðslunni í Japan tímabundið.

Dýrasti bíllinn keyptur á 19 milljarða króna

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes Benz hefur selt einstaka útgáfu af Uhlenhaut Coupe bifreiðinni sem framleidd var árið 1955 fyrir einn milljarð danskra króna, tæplega 19 milljarðar íslenskar krónur. Aldrei fyrr hefur verið greidd hærri upphæð fyrir bíl en þess má geta að þessi tegund bíls var aðeins framleidd í tveimur eintökum á sínum tíma.

Framkvæmdir á Suðurlandsvegi á áætlun

Umferð verður hleypt á fjögurra kílómetra kafla nýs Suðurlandsvegar frá Selfossi í átt að Hveragerði í sumar. Framkvæmdir við annan áfanga Suðurlandsvegar er á áætlun en verkinu á að ljúka á næsta ári. Samhliða er unnið að því að klára Ölfusveg við Hveragerði með byggingu brúar yfir Varmá.

Stór innköllun hjá Ford í Bandaríkjunum

Ford bílaframleiðandinn hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla í Bandaríkjunum um 40 þúsund jeppabifreiðar af gerðinni Ford Expedition og Lincoln Navigator.

Fornbílaklúbbur Íslands fagnar afmæli og nýju félagsheimili

Fornbílaklúbbur Íslands fagnaði í gærkvöldi 45 ára afmæli sínu og við það tækifæri var nýtt félagsheimili klúbbsins að Ögurhvarfi 2 í Kópavogi formlega opnað.

Einstakt umhverfi hér á landi að vera með umhverfisvæna orku

Í hlaðvarpsþættinum Ekkert rusl í umsjón Lenu Magnúsdóttir og margrétar Stefánsdóttir á hlaðvarpsvef mbl.is ræddu þeir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, um rafbílavæðinguna sem er mjög hröð um þessar mundir.