Fréttir

Ökumenn í Mexíkóborg sitja fastir í umferðinni tæpan klukkutíma á dag

Það er fátt eins hvimleitt en að vera fastur í umferðinni en í þessum aðstæðum lenda ökumenn á höfuðborgarsvæðnu stundum í á leið sinni í vinnu á morgnana og síðan aftur heim að loknum vinnudegi. Á vissum álagtímum er umfeðin einnig ansi þung eins og flestir þekkja.

Ruddir hafa verið yfir þrjú þúsund kílómetrar á höfuborgarsvæðinu

Snjómoksturstæki á höfuðuborgarsvæðinu hafa haft í nógu að snúast eftir gríðarlega snjókomu sem gerði aðfaranótt sunnudags. Jarðfallinn snjór var 51 cm sem er einn sá næstmesti sem fallið hefur síðan mælingar hófust. Mestur vann hann í janúar 1937 og þá mældist snjódýptin 55 cm.

Ford Fiesta seldist mest í Bretlandi í janúar

Ford Fiesta er í toppsætinu yfir mest seldu bifreiðar í Bretlandi í janúar en sölutölur þess efnis voru birtar á dögunum. Alls seldust 8500 bílar af þessari tegund og segja sérfræðingar þetta ekki koma óvart.

Aukning í sölu Porsche í Kína

Verstu vegkaflar landsins, þ.e. þar sem flest slys verða á hvern km, síðastliðin fimm ár eru skoðaðir í kafla 1.1.5. Flest slys með meiðslum eiga sér stað á Hellisheiði og í öðru sæti er Reykjanesbrautin á milli Vatnsleysustrandarvegar og Grindarvíkurvegar.

Mikil eftirspurn eftir Tesla Model 3

Tesla ætlar í júlí í sumar að hefja framleiðslu á Tesla Model 3. Ætlunin er í byrjun að framleiða um fimm þúsund bíla á viku og á næsta ári verði framleiðslan kominn í tíu þúsund eintök. Fyrstu bílarnir verða síðan afhentir nýjum og spenntum eigendum á miðju ári 2018. Mikil eftirspurn er eftir þessum bílum en nú þegar hafa borist yfir 400 þúsund pantanir.

Hinn almenni borgari vill gott og öflugt eftirlit lögreglu

Ýmsar athyglisverðar niðurstöður koma fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu um aksturshegðun almennings. Könnunin, sem birt er á vef Samgöngustofu, var mjög yfirgrips mikil en hún var unnin dagana 1.-14. nóvember á síðasta ári. Um netkönnun var um að ræða sem send var til 1.486 manns og var svarhlutfall 64,4%.

Meira fjármagn þarf til að klára Vaðlaheiðargöng

Nú er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng fari nokkuð fram úr upphaflegum áætlunum en fram kom í Fréttablaðinu í gær um málið að göngin myndu kosta 3.2 milljörðum meira en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Fram kemur einnig í blaðinu að unnið sé að því að fá viðbótarlán frá ríkinu vegna þessa en búist er við að kostnaðurinn gæti enn aukist þar sem greftri er enn ekki lokið í göngunum.

Afgerandi meirihluti gegn vegatollum

Alls svöruðu 16.665 manns könnun FÍB á viðhorfi almennings til hugmynda núverandi samgönguráðherra um innheimtu vegatolla. 86,7 prósent þeirra sem svöruðu höfnuðu vegatollahugmyndinni

PSA (Peugeot Citroen) við það að eignast Opel

Margt bendir til þess að Opel vörumerkið þýska (og Vauxhall í Bretlandi verði senn úr sögunni. Viðræður milli General Motors, eiganda Opel og PSA Group (Peugeot Citroen í Frakklandi) hafa staðið yfir talsvert lengi og líklegt er talið að kaupsamningar verði undirritaðir 9. mars nk.

Vegatollahugmyndin afturgengin – enn einu sinni

,,Til þess að ráðast í þessar framkvæmdir verðum við að hugsa og framkvæma eftir nýjum leiðum því það er alveg ljóst að við fjármögnum þetta ekki með hefðbundnu ríkisframlagi. Ég mun fela starfshópi að móta þessar tillögur. Með nýrri sýn og nýrri nálgun í forgangsröðun framkvæmda á helstu stofnæðum út frá Reykjavík, skapast tækifæri til nýrrar forgangsröðunar verkefna á landsbyggðinni sem samgönguáætlun tekur til,“ sagði Jón Gunnarsson samgönguráðherra á morgunfundi um vega- og samgöngumál sem samtök fésýslsufyrirtækja héldu fyrr í vikunni.