Fréttir

73% allra ferða farnar í einkabíl á höfuðborgarsvæðinu

Umfangsmikil könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins fór fram í október 2017. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Ferðamátaval Reykvíkinga breytist ekki mikið frá fyrri könnunum en sýnir nú almennan vöxt í samgöngum.

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Hekla hf. kallar inn 23 Mitsubishi ASX bifreiðar árgerð 2016. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að hurðarlæsing virki ekki rétt við hátt hitastig. Bilun getur valdið því að hurð lokast ekki nægilega vel og hættu á að hurð geti opnast í akstri.

Rafmagnsbíll frá Volvo á markað á næsta ári

Óhætt er að segja að forsvarsmenn Volvo, sænsku bílaverksmiðjunnar, sitja ekki með hendur í skauti en tilkynningar um ýmsar nýjungar og spennandi framtíðarsýn hafa verið að líta dagsins ljós á síðustu mánuðum. Breska bílatímaritið Autocar greinir frá því á vefsíðu sinni að á næsta ári ætlar Volvo að koma með á markað með sinn fyrsta alhliða rafmagnsbíl.

Apar og menn önduðu að sér útblæstri úr bílum í tilraunaskyni

Enn á ný eru þýsku bílaframleiðendur að koma sér í fréttirnar. Nú hafa borist spurnir að því að bílaframleiðendurnir hafi fjármagnað tilraunir þar sem apar og menn önduðu að sér útblæstri úr bílum. Markmiðið hafi verið að sýna fram á dísil sem umhverfisvænt eldsneyti.

Kanadískir neytendur frá greiddar bætur

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen samþykkti fyrir helgina að greiða kanadískum neytendum skaðabætur að upphæð 290 milljónum evra, sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sem upp komst 2015.

Hlöðum fjölgar á Austurlandi

Stöðvarfjörður hefur nú bæst í hóp staða á landinu þar sem hraðhleðslu fyrir rafbílaeigendur er að finna. Þá eru hlöður okkar orðnar 26 talsins. Axel Rúnar Eyþórsson, starfsmaður Orku náttúrunnar og Stefán Sigurðsson, rafbílaeigandi opnuðu hlöðuna.

300 þúsund Leaf hafa verið seldir

Þáttaskil urðu hjá japanska bílaframleiðandanum Nissan þegar fyrirtækið seldi á dögunum sinn þrjú hundraðasta Leaf rafmagnsbílinn. Leaf kom fyrst á markað í lok árs 2010 og hefur notið vinsælda víða um heim.

Lagðir verða 43 km af malbiki í Reykjavík í ár

Borgarráð Reykjavíkur hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir fyrir árið 2018. Alls verða lagðir 43 kílómetrar af malbiki næsta sumar og er kostnaður áætlaður tæpir tveir milljarðar króna. Aldrei hafi verið malbikað jafn mikið í borginni á einu ári.

Samstaða einkenndi fund um samgöngumál á Vesturlandi

Á fjölmennum íbúafundi á Akranesi í gærkvöldi var þess krafist að ráðist yrði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst. Einn frummælanda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Það var Akraneskaupstaður sem stóð fyrir íbúafundinum.

Framkvæmdum við Dýrafjarðargöng miðar vel áfram

Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng ganga vel en í viku 3 voru grafnir 79,0 metrar í göngunum sem er nýtt met í greftri á einni viku. Þetta kemur fram á vestfirska vefmiðlinum bb.is. Heildarlengd ganganna í lok viku 3 var 981 metrar sem er 18,5% af heildarlengd ganganna. Jarðlög í stafni samanstóðu af lögum af karga, basalti og kargabasalti.